Í endurnýjun lífdaganna

image

Þetta er búinn að vera góður dagur. Ég hugsaði um það meðan ég var að skokka. Var að hugsa um að hætta við því Veðurstofan sagði að það væri 6 stiga frost. En dreif mig. Veðrið var dásamlegt, sól og mjúkur andblær. 

Hugsaði um hvað lífið er dásamlegt. Ekki hefði mig órað fyrir að það opnuðust fyrir mér nýjar víddir við að hætta launavinnu og fara á eftirlaun. Mér fannst vinnan mín óendanlega skemmtileg og mikilvæg og hafði kannski velt svo mikið fyrir mér hvað gerist við starfslok. Hafði séð fyrir mér konu sem tæki svolítið betur til, snerist í kringum barnabörnin, læsi svolítið. Prjónaði og hekklaði.

Skömmu fyrir starfslok hafði ég slysast til að byrja að stunda Yoga. Ég hafði í raun fordóma gagnvart yogafólkinu, trúði ekki á það en sló til að prófa, fyrir áeggjan vinkonu. Ég ánetjaðist. Nú er yoga mikilvægur þáttur í lífi mínu. Það virkar. Fjórir tímar á viku og svo bætist hugleiðslan við. Hvar endar þetta? Og svo bætast hlaupin við. 

Og ég sem ætlaði að gera svo margt eftir starfslok, eg má næstum ekki vera að því að sinna heimilishaldinu. Og svo les ég nýjar bækur og gamlar bækur, sem þarf að lesa betur.

Veðrið var gott og það er svo léttir að því að vera laus við hálkuna. 7 km, bara fínt.

Og svo hreifst ég af ræðu Ómars í sjónvarpinu í kvöld. Hann er vel að verðlaununum kominn. 

Er ekki hægt að tala um endurnýjun lífdaganna?

 

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Bergþóra Gísladóttir

Höfundur

Bergþóra Gísladóttir
Bergþóra Gísladóttir
Ekki bráðung og hef komið víða við því ég er frekar dýr en planta.
Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Nýjustu myndir

  • C9EB8261-F520-405B-9694-8235B40EF253
  • 290974CD-97E2-455E-9941-73B0F9997E6B
  • 800D7FD8-F6ED-4EB2-B141-653DA0360FE6
  • EA321379-6F18-48B5-A676-355C7607B59A
  • 0741CFBA-0D8F-4AA6-8F32-6676B4769C1E

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.3.): 1
  • Sl. sólarhring: 10
  • Sl. viku: 54
  • Frá upphafi: 186944

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 46
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband