Þorp morðanna: Das Dorf der Mörder

image

Var loksins að ljúka við bókina Das Dorf der Mörder eftir Elisabeth Hermann. Þessi lestur hefur tekið allt of langan tíma en nú langar mig í nýja bók eftir sama höfund.  Þetta er sálfræðileg spennisaga upp á 472 síður og ég þrjóskaðist við að lesa hana þó ég sé stirðlæs á þýsku. En hún er spennandi og eftir fyrstu síðurnar var ekki aftur snúið.

Hún var skemmtileg af því að hún er um margt óvenjuleg. Fyrsti kaflinn er allur sagður út frá sjónarhorni hunds. Ég hef aldrei áður þurft að reyna að setja mig inn í hugarheim hunds til að setja mig inn í hvað er á seyði en ég skildi þó að það var eitthvað voðalegt. Í kaflanum sem lýst er á eftir er sagt frá heimsókn leikskólabarna í dýragarðinn með fóstrum sínum og allt í einu sér eitt barnið hvar villisvin hleypur um með hönd af manni í kjaftinum. Fyrst ætlar enginn að trúa barninu en svo upphefst æsispennandi atburðarás.

Síðan fær lesandinn að fylgjast með því sem er á seyði, annars vegar út frá sjónarhorni tveggja lögreglumanna, karls og konu og hins vegar í gegnum sálfræðilærling og kennara hans. Mér finnst gaman að fylgjast með hvað hugmyndir þeirra eru mikið af gamla góða sálgreiningarskólanum. 

Þetta er sem sagt þrælspennandi bók og maðurinn minn sagði að ég hefði lesið fram á norgun en ég gái aldrei a klukku meðan ég les bækur. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Bergþóra Gísladóttir

Höfundur

Bergþóra Gísladóttir
Bergþóra Gísladóttir
Ekki bráðung og hef komið víða við því ég er frekar dýr en planta.
Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Nýjustu myndir

  • C9EB8261-F520-405B-9694-8235B40EF253
  • 290974CD-97E2-455E-9941-73B0F9997E6B
  • 800D7FD8-F6ED-4EB2-B141-653DA0360FE6
  • EA321379-6F18-48B5-A676-355C7607B59A
  • 0741CFBA-0D8F-4AA6-8F32-6676B4769C1E

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.3.): 6
  • Sl. sólarhring: 7
  • Sl. viku: 59
  • Frá upphafi: 186936

Annað

  • Innlit í dag: 5
  • Innlit sl. viku: 50
  • Gestir í dag: 5
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband