Ég hef samúð með Bjarti

 

imageÉg hef samúð með Bjarti á Sumarhúsum og finnst honum oft gert rangt til. Hann var eignalaus maður og langaði til að vera sjálfs sín. Honum býðst kot inni á heiðinni og hann ætlar að standa þar á eigin fótum og sjá fyrir fjölskyldu. Hverra kosta átti hann völ? Í ljósi tímas sem hann lifði á, var ekki margt sem honum stóð til boða. Hann gæti verið áfram vinnumaður eða farið á mölina, eins og það var kallað. Reyndar er fullsnemmt að tala um mölina á tímum Bjarts, þar var litla vinnu að hafa. Og skyldi honum hafa vegnað betur annars staðar en á Sumarhúsum? 

Lífið var erfitt þar, hann missir börn og hann missir tvær konur. Bjarti er lýst sem þumbara með litla innsýn í þarfir annarra en það kemur hvergi fram að hann sé ofbeldismaður,vondur maður.

En skyldi honum og fjölskyldu hans hafa vegnað betur annars staðar? Glæpur Bjart er að vilja vera sjálfstæður maður og eiga fjölskyldu. Kjör eignalauss fólk voru ekki glæsileg á tímum Bjarts og enn á eignalaust fólk í basli.

Líklega er ég ekki hlutlaus í máli Bjarts, ég finn til skyldleika við hann. Þannig er að afi minn Snjólfur Stefánsson og amma mín Ásdís Sigurðardóttir gerðu það sama og Bjartur og Rósa. Þau fengu til ábúðar lítið afskekkt kot og byggðu sér þar bæ. Þetta kot hét Veturhús. Þar eignuðust þau sex börn sem öll komust upp. Móðir mín sá alltaf lífið á Veturhúsu í hillingum og lýsti Veturhusum sem Paradís á jörðu. En hún sagði aldrei að það hefði berið auðvelt. 

Þessar hugleiðingar mínar um Bjart eru ekki nýjar en þær lifnuðu við þegar ég var að horfa á Sjálfstætt fólk í leikhúsinu á sunnudaginn. Mér fannst gaman og mér fannst þetta merkileg uppfærsla. Hún var pólitísk og vísar beint inn í okkar samtíð. Í staðinn fyrir einangrunina sem víðáttan og veðráttan skapaði, er einangrun fólksins sýnd með því að láta söguna gerast inn í ,,bunker' einhvers konar byrgi. Einu efasemdirnar sem ég hafði um uppfærsluna var hvort hún skilaði sér til þeirra sem ekki kunna þessa sögu. En ég vona það. Ég var þakklát leikstjóra og leikkonum fyrir túlkun þeirra á konum Bjarts. Sagan fjallar ekki sérlega mikið um þær og ég var satt best að segja búin að gleyma þvi hvað seinni konan hét. 

Þetta er ekki ritdómur heldur hugleiðing sem kviknaði á leiksyningu. Eiginlega er þetta samanburður á búskap Bjarts í Sumarhúsum og Smjólfs á Veturhúsum sem auðvitað er út í hött því Bjatur var skáldskaparpersona en það var hann Snjólfur afi minn ekki.

Myndinni sem fylgir greininni hnuplaði ég úr grein eftir Leó Kristjánsson um rannsóknir vísindamannsins George Walkers og fleiri. Hún er tekin 1964. Afi og amma fluttu frá Veturhúsum 1946 svo það er greinilegt að bæjarhúsin hafa staðið sig vel. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Bergþóra Gísladóttir

Höfundur

Bergþóra Gísladóttir
Bergþóra Gísladóttir
Ekki bráðung og hef komið víða við því ég er frekar dýr en planta.
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • C9EB8261-F520-405B-9694-8235B40EF253
  • 290974CD-97E2-455E-9941-73B0F9997E6B
  • 800D7FD8-F6ED-4EB2-B141-653DA0360FE6
  • EA321379-6F18-48B5-A676-355C7607B59A
  • 0741CFBA-0D8F-4AA6-8F32-6676B4769C1E

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 16
  • Sl. viku: 55
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 53
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband