Hvað er verið að gera við kjötið og mjólkina?

Uppalin í sveit, í gamla daga, hugsa ég stundum þegar ég borða landbúnaðarafurð, hvað er eiginlega búið að gera við kjötið eða mjólkina. Ég þekki þá tíð, þegar allar þessar vörur voru unnar frá grunni á heimilunum og það var allt annað bragð. Það er oft talað illa um gamlar matarhefðir, stundum af vanþekkingu og stundum með réttu. Það hafa orðið miklar tæknilegar framfarir sem auðvelda geymslu á mat svo matargerð ætti að hafa fleygt fram. En oftast skilar það sér ekki í betra bragði. Ég veit ekki hversu oft og mikið ég hef hlustað á umræður um að ,,unnar matvörur" séu ekki hollar. Mér finnst þetta vera tugga, spurningin er hverju er blandað saman við.

Ég held að þarna hljóti að vera við milliliðina, afurðastöðvarnar eða hvað það nú heitir, að sakast. Það er ekki verið að meðhöndla vöruna rétt. Um daginn frétti ég af því að það væri hægt að kaupa óhrært skyr beint frá býli fyrir austan fjall og þvílíkur munur. Ég er löngu hætt að kaupa ,,unnar kjötvöru" reyndar unnar fiskvörur líka. Ef mig vantar álegg á brauð fer ég í pólsku búðina á Laugateig. 

 En þetta vandamál snýst ekki um mig og minn smekk eða matvendni. Það snýst um íslenskan landbúnað. Og eins og ég sagði í upphafi, er ég bóndadóttir og ég veit að ef eitthvað er þá á íslensk landbúnarvara að vera að minnsta kosti að  jafn góð og fyrrum. Og nú þegar um er rætt að breyta tollaumhverfi sem snúa að landbúnaði, ætti fyrsta krafan frá þeim sem vilja íslenskum landbúnaði vel að krefjast þess að ,,milliliðirnir" skili betri vöru.

Ég held að það þurfi einfaldlega að vanda sig. 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Aztec

"Unnar matvörur" eru matvæli sem eru framleidd í verksmiðjum, þar sem alls konar bætiefnum er bætt út í. Sum af þessum bætiefnum eru nauðsynlegar, en mörg þeirra eru óholl, bæði transfitu- og soyaolían, kemísku bragð- og litarefnin og sykurdrullan, sem er kölluð "high fructose syrup" því að það hljómar sakleysislegra en "concentrated liquid sugar".

Kjöt- og mjólkurvörur sem eru unnar á bændabýlum úr kjöti af búfé á beit og afurðir úr ógerilsneyddri mjólk, mjólkurfitu og mettaðri fitu (dýrafitu) eru mjög hollar. Samt er ég ekki hrifinn af öllum mat úr sveitinni, en reyni að fara einhvern milliveg. Ég borða mjög oft léttunnar landbúnaðarvörur, þar sem mestur hluti innihaldsins er náttúrleg afurð, en það er aðallega af því að ég er ekki mikið fyrir að eyða klukkutímum í að matreiða eftir að hafa.

Samt er ástandi enn verra í Bandaríkjunum, þar sem mestur hluti afurða er búið að eyðileggja með erfðabreytingu og vaxtarhormónum áður en það fer gegnum verksmiðjuferli sem drepur matinn endanlega og sem drepur neytendur síðan smám saman. Eina leiðin fyrir bandaríska neytendur að fá alvöru mat er að rækta hann sjálfir eða kaupa aðeins lífrænar afurðir, sem eru undir eftirliti oháðra aðila (ekki FDA).

Þess vegna borða ég ekkert sem er flutt inn frá Bandaríkjunum, eða sem á uppruna sinn þar. Þegar ég kaupi íslenzkar kjötvörur (úr kinda- eða beljukjöti, unnar eða óunnar), þá veit ég allavega að þar er kjöt af ódópuðum grasbítum.

Aztec, 24.7.2014 kl. 23:00

2 identicon

Er það ekki fjölbreytnin sem er málið? Bændur í Ölpunum framleiða t.d. ostinn sjálfir og spara verulegan flutningskostnað um leið og þeir auka fjölbreytni. 

Þorsteinn Vilhjálmsson (IP-tala skráð) 25.7.2014 kl. 09:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Bergþóra Gísladóttir

Höfundur

Bergþóra Gísladóttir
Bergþóra Gísladóttir
Ekki bráðung og hef komið víða við því ég er frekar dýr en planta.
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • C9EB8261-F520-405B-9694-8235B40EF253
  • 290974CD-97E2-455E-9941-73B0F9997E6B
  • 800D7FD8-F6ED-4EB2-B141-653DA0360FE6
  • EA321379-6F18-48B5-A676-355C7607B59A
  • 0741CFBA-0D8F-4AA6-8F32-6676B4769C1E

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 2
  • Sl. sólarhring: 10
  • Sl. viku: 63
  • Frá upphafi: 187116

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 60
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband