Núvitund

Ég skokka.  Í gær sannfærðist ég loksins um að fólk, sem hefur stöðugt verið að tala um slæmt veður, hefur trúað Því sjálft. Ég hélt nefnilega að þetta væru bara látalæti í fólki. En allt í einu voru allir stígar og allar götur fullar af fólki. Það var ekki þverfótað fyrir fólki og ég þekkti marga og sumir vildu að sjálfsögðu taka mig tali og spjalla. Ég hef séð í amerískum bíómyndum, að alvöruskokkarar, sem eru teknir tali, skokka á staðnum á meðan þeir spjalla, ég er ekki búin að ná valdi á þeirri list. Kann ekki við það. 

 Hugsaði um núvitund og hvort það væri ekki bara nýtt orð yfir að vera með sjálfum sér. Mætti manni sem var að ganga og tala í síma. Hugsaði um að líklega væri hann ekki með sjálfum sér heldur með öðrum. Var hann þá ekki í núvitund? Hugsaði um sjálfa mig og hvernig hugsun mín er út um allt þótt ég sé ein með sjálfri mér. Hugsunin stýrist af minningu um staði. Á ákveðnum stað hugsa ég um manninn sem var að laga drenið við húsið sitt í fyrra. Dag eftir dag hljóp ég fram hjá honum og hugsaði: Mikið er hann nú duglegur, líklega komin á eftirlaun eins og ég. Ég hljóp út á götu til að vaða ekki í mold og möl sem búið var að róta út á gangstéttina. Ég hugsaði:Mikið verður þetta nú fínt þegar það er búið. Núna hugsa ég ekki lengur hlýjar hugsanir meðan ég skokka fram hjá þessu húsi. Ég hugsa: Bölvaður kallinn. Hann er búinn að þekja garðinn sinn með  steinsteypu, ekki ein einasta planta. Ekki eitt blóm.  Svona fólk ætti ekki að fá að eiga garð.

Ég veit að ég á ekki að hugsa svona, líklega ætti ég breyta um leið.  Ég hætti að skokka annars ágæta og hæfilega langa skokkleið, þegar ég stóð mig að því, að á tilteknum stað, að hugsa síendurtekið um hundaskít. Þetta var, ekki í vetur heldur hinn, einhver hundaeigandi hafði pakkað skítnum inn og skilið hann eftir. Lengi, lengi. Og svo þegar búið var að fjarlægja pokann hugsaði ég enn, þarna var hann. Nú fer ég aðra leið. 

Í gær skein sólin og það var sterk angan af blómunum, rósum og ég mætti vinum. Í upphafi hélt ég að ég hefði skilið hvað væri átt við með orðinu núvitund, nú veit ég að ég hef ekki hugmynd um það. Hugsanir koma óumbeðnar, ég reyni ekki að stöðva þær en ég hef lært að láta ljótar hugsanir ekki dvelja lengi hjá mér. Þær eru íþyngjandi. 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Bergþóra Gísladóttir

Höfundur

Bergþóra Gísladóttir
Bergþóra Gísladóttir
Ekki bráðung og hef komið víða við því ég er frekar dýr en planta.
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • C9EB8261-F520-405B-9694-8235B40EF253
  • 290974CD-97E2-455E-9941-73B0F9997E6B
  • 800D7FD8-F6ED-4EB2-B141-653DA0360FE6
  • EA321379-6F18-48B5-A676-355C7607B59A
  • 0741CFBA-0D8F-4AA6-8F32-6676B4769C1E

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 58
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 56
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband