Andköf: Vettvangur glæps.

Hjá mér er því líkt farið með glæpasögur og hamborgara. Ég verð stöðugt fyrir vonbrigðum. Jafn vel þótt ég hafi ekki gert mér háar vonir. Þó endurtek ég leikinn stöðugt eins og ekkert hafi í skorist.

Var að ljúka við bók Ragnars Jónassonar, gat ekki stillt mig af því hún gerist fyrir norðan á slóðum sem ég þekki vel. Kálfshamarsvík, þar sem sagan er látin gerast. er t.d. fastur stoppistaður þótt hún sé úr leið. Þar er fallegt og þar talar saga þjóðarinnar beint til þín.

 En... Það er varasamt að velja sér sögu þar sem vettvangur glæps er þér of kunnugur. Þú hengir þig á smáatriði og ekkert stemmir. Það sama gerðist með bók Yrsu, sem hún staðsetti á Hesteyri og það sama virðist vera að gerast hjá mér varðandi bók Rudolf Habringer, Island - Passion en þá bók er ég að glíma við að lesa á þýsku (þetta er að vísu ekki dæmigerð glæpasaga, þótt hún fjalli um glæp). Í öllu bókunum hafa höfundar ,,byggt hús", og mér finnst alls ekkert passa.

 En aftur að bókinni sem gerist á hinum ægi fagra stað (mig langaði að skrifa Ægifagra en vissi að það var ekki rétt) Kálfshamarsvík. Þetta er fjórða bókin í sagnaröð (segir maðurinn minn) um lögreglumanninn Ara Þór Arason, samstarfsfólk hans, fjölskyldu og fjölskylduleysi. Það er ókostur að koma svona seint inn í seríubækur. Það er búið að kynna allar persónur til sögunnar og þær virka óþarflega flatar. Það er að vísu reynt að bæta úr þessu fyrir nýja lesendur með því að rifja upp og skjóta inn í því sem á undan er komið. Lögguteymið hans Ragnars virðist vera vænsta fólk og þau vinna vel saman. Sagan er um mikinn háska og um fólk sem fetar ekki troðnar slóðir samfélagsins, það hefur staðnæmst. Málfarið er lipurt, samtölin fljóta vel. Landslagið er stórbrotið og það er mikið keyrt. Bókin myndi gera sig vel í kvikmynd.

En ég sit föst í smáatriðunum og í hugsunum um þetta ... og þetta getur ekki stemmt. Það er ekki nein fæðingardeild á Blönduósi og ef Kristín sat föst á Þverárfjalli, af hverju var ekki betra að fara með hana á Sauðárkrók eða til Akureyrar.

Ekkert af þessu skiptir þó máli. Formúlubók er formúlubók alveg eins og hamborgari er staðlaður formúluréttur. Í báðum tilvikum er þó hægt að greina mun á hvað er vel eða illa gert.  Ég sit eftir með tilfinningu að hafa svikið sjálfa mig. Ég veit allt of vel að ég er ekki skyndibitamanneskja og ég vil helst lesa bókmenntir. 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Bergþóra Gísladóttir

Höfundur

Bergþóra Gísladóttir
Bergþóra Gísladóttir
Ekki bráðung og hef komið víða við því ég er frekar dýr en planta.
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • C9EB8261-F520-405B-9694-8235B40EF253
  • 290974CD-97E2-455E-9941-73B0F9997E6B
  • 800D7FD8-F6ED-4EB2-B141-653DA0360FE6
  • EA321379-6F18-48B5-A676-355C7607B59A
  • 0741CFBA-0D8F-4AA6-8F32-6676B4769C1E

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 58
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 56
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband