Er með margar bækur í takinu

Þegar kemur að bóklestri er ég oftast með margar í takinu. Ég held að þetta þyki allt í lagi þegar það snýr að bókum þótt það mælist illa fyrir í ýmsu öðru tilliti. Það þætti t.d. alls ekki gott ef ég væri með marga menn í takinu eða væri í mörgum stjórnmálaflokkum. Nú er ég sem sagt að lesa fjórar bækur. Er þar fyrst að telja, Biblíuna sem ég les 4 blaðsíður í á dag. Bók nr. 2 er Fjallkirkja Gunnars Gunnarssonar sem ég þarf að vera búin að lesa fyrir 3. maí en þá þarf ég að standa skil á henni gagnvart stöllum mínum í lestrarfélaginu. Þriðja bókin er Karamazovbræðurnir, dásamleg bók, kannski besta bók í heimi og loks fjórða bókin Im Sommer der Mörder. Fyrstu þrjár bækurnar passa allar vel saman, kallast á eins og alvöru bókagagnrýnendur myndu segja. Fjórða bókin passar hvergi inn enda væri ég ekki að lesa hana nema til að æfa mig í þýskunni. Hún fjallar um dularfullan vopnafund og morð í kjölfarið. Aðalsöguhetjan er kona, þurr alkóhólisti sem hefur sótt lækningu sína af drykkjusýkinni í búddaklaustur þar sem hún dvaldi með munkunum í þögn. Líklega eru ekki til nein búddaklaustur fyrir konur.

Það er ekkert einfalt að skipta tíma sínum svona á milli bóka. Þær togast á um mann. Þetta er líklga eins og að vera með marga elskhuga. Eina bókin sem ég er nú heitbundin er Biblían og svo hef ég náttúrlega vissar skuldbindingar gagnvart Gunnar Gunnarssyni af því ég les hann í félagi við aðra. Karamazovbræðurna les ég af því mér finnst bókin dásamleg.

En aftur að Biblíunni. Ég hafði óljóst minni um það að Gamla Testamentið væri grimmt á köflum. En fyrr má nú vera ósköpin. Bókin er eins og sambland af Fornaldarsögum Norðurlanda og Sturlunga. Hún líkist Fornaldarsögunum hvað varðar ýkjurnar og Sturlungu um grimmd og sóðaleg dráp.

Í morgun las ég t.d. sögurna af Jehú sem kemst til valda með því að kæfa herra sinn með blautu teppi en hann lá veikur í rúminu, skaut konunginn á færi, lét kasta Jesebel út um glugga svo hundar ætu hana. Loks klykkti hann út því með að láta myrða sjötíu syni konungs (konungar voru barnmargir í þann tíma) og færa sér hausana í körfu. Svo eru menn að tala um ofbeldi í bókum, kvikmyndum og tölvuleikjum dagsins í dag.

Það hljóta allir að sjá að það er gott að lesa annað uppbyggilegt við hliðina á slíkri lesningu, jafnvel þýska glæpasagan tekur á móti mér eins og barnabókin Dimmalimm. Svo blíð og góð. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Bergþóra Gísladóttir

Höfundur

Bergþóra Gísladóttir
Bergþóra Gísladóttir
Ekki bráðung og hef komið víða við því ég er frekar dýr en planta.
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • C9EB8261-F520-405B-9694-8235B40EF253
  • 290974CD-97E2-455E-9941-73B0F9997E6B
  • 800D7FD8-F6ED-4EB2-B141-653DA0360FE6
  • EA321379-6F18-48B5-A676-355C7607B59A
  • 0741CFBA-0D8F-4AA6-8F32-6676B4769C1E

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 16
  • Sl. viku: 55
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 53
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband