Umkringd af fíflum

IMG_0500

Ég hef þýtt Omgiven av idioter með umkringd að fíflum en það má svo sem þýða idioter með hvaða niðrandi orði um gáfur fólks menn kjósa sér.

Í leit minni af nýjum krimma, ég er alltaf með spennubók til hliðar við annars konar  lesningu, rakst ég á nafnið Thomas Eriksson ofarlega á vinsældalista. En þegar til átti að taka, var hann frægastur fyrir bókina, Omgiven av idioter. Það er ekki krimmi, heldur handbók um samskipti, einkum á vinnustað. Ég ákvað að lesa hana fyrst.

Í upphafi bókar lofar hann því að hún færi lesandanum lykilinn að því að skilja þann  sem hann  skilur ekki og auðveldi þannig samskipti.

Þessi lykill er flokkunarkerfi, sem byggir á rannsóknum. Og þótt ég sé í prinsippinu á móti því að flokka fólk, les ég áfram.

Það er sem sagt hægt að flokka fólk í fjóra flokka út frá því hvað sé virkasta aflið á bak við gerðir þess.

  1. Rautt: Keppnisfólk sem er fljótt að hugsa og taka ákvarðanir og sækist fyrst og fremst eftir því að vera í fremstu röð. Komast til áhrifa.
  2. Gult: Hugmyndaríkt, skapandi og fljóthuga fólk sem nærist á því glansa, baða sig í aðdáun annarra.
  3. Grænt: Félagslynda fólkið, sem nærist af því að vera gagnlegt og eiga góð samskipti. Að vera vinsælt.
  4. Blátt: Fólk sem vill gera rétt á grundvelli röklegrar greiningar á málavöxtum. Vinsældir, keppni eða aðdáun annarra er aukaatriði. Fyrir bláan einstakling skiptir tíminn sem það tekur að taka ákvörðun, ekki máli.

 

Þótt ég sé, eins og fyrr sagði, á móti því að flokka fólk,  eru svona flokkunarkerfi ótrúlega áhrifarík. Fyrr en maður veit af, er maður byrjaður að skella fólki í ákveðinn flokk, í þessu tilviki er þetta spurning um lit. Þetta stemmir ekki hugsa ég, Bjarni Benediktsson er ekki blár heldur rauður. Ég kann því illa, ég er svo vön að hugsa út frá öðru flokkunarkerfi, litum flokkakerfisins.

Mig langar til að útskýra hvers vegna mér finnst rangt að flokka fólk. Í mínum huga er manneskjan eitthvað svo miklu meira en það sem nokkurt flokkunarkerfi nær til og umfram allt er hún gædd sjálfstæðum vilja og ræður gjörðum sínum. Ekki eins og epli eða appelsínur sem ráða engu um hver þau eru. Í hvert skipti sem ég stend mig að því að afgreiða fólk út frá kategoríum, slæ ég á fingurinn á mér.

Það er þó eitt sem er gott við flokkunarkerfi Thomas Erikssons, hann skoðar hvaða gildismat liggur að baki ákvarðanatöku fólks, á hverju nærist það.

Mér fannst bókin ekki standa undir því loforði höfundar að lestur hennar hjálpaði mér til að skilja fólk sem ég á erfitt með að skilja. Líklega hef ég aldrei trúað því.

Nú er ég samt komin á rétta slóð, farin að lesa  spennusögu eftir þennan sama höfund, Vanmakt. Hún lofar góðu og það var gott að ég var búin að setja mig inn í „fræðin“, ein af aðalpersónum bókarinnar er „hegðunarfræðingur“ sem leggur litakerfið, rauður, gulur, grænn og blár, til grundvallar við að leysa  mál. 

Meira um þá bók síðar.


Bloggfærslur 17. september 2017

Um bloggið

Bergþóra Gísladóttir

Höfundur

Bergþóra Gísladóttir
Bergþóra Gísladóttir
Ekki bráðung og hef komið víða við því ég er frekar dýr en planta.
Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Nýjustu myndir

  • C9EB8261-F520-405B-9694-8235B40EF253
  • 290974CD-97E2-455E-9941-73B0F9997E6B
  • 800D7FD8-F6ED-4EB2-B141-653DA0360FE6
  • EA321379-6F18-48B5-A676-355C7607B59A
  • 0741CFBA-0D8F-4AA6-8F32-6676B4769C1E

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.3.): 2
  • Sl. sólarhring: 11
  • Sl. viku: 55
  • Frá upphafi: 186945

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 47
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband