Vondar og góðar jurtir

IMG_0499

Fyrir nokkrum árum var gott vor og mikil fíflaspretta. Í nágrenni mínu, í útjaðri matjurtagarðanna í Laugardal, uxu gróskulegir túnfíflar, þeir mynduðu gula rönd við jaðar garðlandsins. Ég hafði nýlega fengið uppskrift af fíflahunangi og fannst að hér bera vel í veiði. Ég tíndi gommu af fíflahausum til að gera mér fíflahunang. Hunangið gerði lukku og ég ætlaði að endurtaka þetta að ári. En viti menn. Þá höfðu einhverjir fíflafjendur eitrað og engir fíflar þrifust í nágrenni garðlandsins. 

Síðan hef ég ekkert hunang gert. Ég fór að hugsa um þetta í gær, þegar ég horfði á fallegar fíflabreiður á          blettinum fyrir utan blokkina, þar sem ég bý.

Blóm draga fram  góðar minningar

Í gamla daga, þegar ég var ung, var rótarlauf, en það voru fíflablöð kölluð í mínum heimkynnum, notuð til að leggja við sár og hamla bólgu. Amma mín gerði græðandi smyrsl úr smjöri og rótarlaufi. Það var hið besta meðal.

En hvaða blóm (jurtir) eru vond, eiga sér óvini? Ég sem er mikill blómavinur fæ stundum þá tilfinningu að hér á landi ríki einhvers konar jurtafasismi. Duglegar plöntur sem ráða vel við erfið vaxtarskilyrði, ég tala nú ekki um er þær eru útlendrar ættar, verða sérstaklega fyrir barðinu á þessu.

Margir hamast gegn öspinni, lúpínunni og spánarkerflinum. Ætihvönnin og heimulan, sem eru ekki síðar frekar,eru síður áreittar. Ég veit ekki til að það hafi verið skipulagðar herferðir gegn þeim. Þó hefur hvönnin lagt undir sig stór svæði á Hornströndum og heimulunjólinn leggur víða undir sig stóra skika í þéttbýli. 

Blöð heimulunnar, voru notuð til matar heima hjá mér, enda lostæti. Oft þegar líða tók á  sumar og kartöflurnar annað hvort búnar eða óætar, voru blöðin notuð í jafning. Aldrei man ég til að hvönnin væri nýtt.

Ein er sú jurt sem lítið hefur verið kvartað yfir, mér vitanlega, er hóffífillinn, sem er hið versta illgresi fyrir garðeigendur. Þetta blóm sem nú er gjarnan fyrsta vorblómið hér um slóðir, er gömul lækningajurt erlendis og nefnist Tussilago á latínu. Úr jurtinni vori unnin meðöl við hósta og sjálfsagt fleiru. Hin stóru grænu blöð voru nýtt á ýmsa vegu.  Ekki veit ég til að hún hafi verið nýtt hér.

En hvað er ég að vilja með því að vera að skrifa um þetta? Ekki er ég sérfræðingur í jurtum og ekki á ég land eða garð. Svarið er, að ég er fyrst og fremst að lýsa tilfinningum mínum. Náttúran kemur öllum við.

Mér finnst best að fara varlega í að eitra og útrýma jurtum, þótt stundum sé nauðsynlegt að koma einhverju skipulagi á landsvæði. Nýtum og njótum í stað þess að eitra og höggva. Snyrtum öspina í stað þess að fella hana. Hún á það inni hjá okkur, hún hefur bætt loftslagið umtalsvert, þar sem hennar nýtur við.

Myndin sýnir fífil í varpa og var tekin í gær.

 


Bloggfærslur 16. maí 2017

Um bloggið

Bergþóra Gísladóttir

Höfundur

Bergþóra Gísladóttir
Bergþóra Gísladóttir
Ekki bráðung og hef komið víða við því ég er frekar dýr en planta.
Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Nýjustu myndir

  • C9EB8261-F520-405B-9694-8235B40EF253
  • 290974CD-97E2-455E-9941-73B0F9997E6B
  • 800D7FD8-F6ED-4EB2-B141-653DA0360FE6
  • EA321379-6F18-48B5-A676-355C7607B59A
  • 0741CFBA-0D8F-4AA6-8F32-6676B4769C1E

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.3.): 1
  • Sl. sólarhring: 11
  • Sl. viku: 54
  • Frá upphafi: 186944

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 46
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband