Eins og í draumum mínium: Um smásögur Steinars Braga

img_2309.jpg

Eins og draumur

Ég er ósátt við sjálfa mig. Ég stend ekki við mitt eigið loforð, að skrifa um hverja einustu bók sem ég les til að finna út hvað mér finnst og rökstyðja fyrir sjálfri mér. Ég er búin að lesa 3 bækur og fæ mig ekki til að skrifa.

Allt er þetta Steinari Braga að kenna, ég veit ekki hvað mér finnst og kann ekki að færa rök fyrir því. Ég hef sem sagt lokið við smásaganasafnið, ALLT FER, 19 mislangar sögur sem ómögulegt er að finna nokkurn samnefnara fyrir. Eða mér tókst það alla vega ekki. Ég veit heldur ekki hvort mér líka þær, margar eru fráhrindandi, ýmist út frá efni sögunnar eða vegna þess hvernig hún er sögð.

En..., nær allar sögurnar koma við mann og kalla fram viðbrögð og maður trúir þeim. Maður trúir þeim jafnvel svo vel að maður heldur að höfundurinn byggi á eigin reynslu, sé gerandi eða þolandi þess sem gerist. En auðvitað veit ég betur, sumar sögurnar minna á 1001 nótt og eftir lestur einnar sögunnar, Úrræði ríkisstjórnarinnar á fasteignamarkaði, varð mér óglatt. Langaði að æla. Ein sagan, Kólrfur minnti, mig á rússneska þjóðsögu. Hún er afar óhugnanleg.

Margar sögurnar eru eins og draumur, þ.e. fylgja lögmálum draums. Draumar eru oft fullir af ósamræmanlegum hlutum sem virðast eðlilegir í draumnum en ganga ekki upp í heimi vakandi manns. Flestir draumar eru líka óþægilegir, vandræðalegir og jafn vel ógnandi (alla vega mínir draumar). Fáir draumar eru ljúfir. Hugmyndin um ljúfa drauma eru trúlega komin frá dagdraumum. Um allt þetta hugsaði ég meðan ég var að lesa bók Steinars Braga.

Í mörgum sögum er fjallað um náin samskipti karls og konu, hvernig þau tala saman og hugsa. Steinari Braga lætur afar vel að lýsa þessu og enn hugsa ég að hann sé að segja sanna sögu. Og nú spyr ég sjálfa mig: Er það ekki til marks um að sagan sé góð, þegar maður trúir henni, finnst hún vera sönn?

Lokaorð

Ég veit ekki almennilega hvað mér finnst um þessar sögur, en það tók á mig að lesa þær en þær sitja í mér. Ég mun lesa þær aftur. Ef ég tæki sjálfa mig fullkomlega alvarlega, myndi ég skrifa um hverja einustu sögu. Einungis þannig er hægt að skrifa um smásögur.

 

 


Bloggfærslur 5. febrúar 2017

Um bloggið

Bergþóra Gísladóttir

Höfundur

Bergþóra Gísladóttir
Bergþóra Gísladóttir
Ekki bráðung og hef komið víða við því ég er frekar dýr en planta.
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • C9EB8261-F520-405B-9694-8235B40EF253
  • 290974CD-97E2-455E-9941-73B0F9997E6B
  • 800D7FD8-F6ED-4EB2-B141-653DA0360FE6
  • EA321379-6F18-48B5-A676-355C7607B59A
  • 0741CFBA-0D8F-4AA6-8F32-6676B4769C1E

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 2
  • Sl. sólarhring: 13
  • Sl. viku: 63
  • Frá upphafi: 187116

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 60
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband