Tilbúin sannindi: Vegna orða sem féllu á Bessastöðum 8. febrúar 2016

IMG_0319

IMG_0320

 

 

 

 

 

 

 

 

Það er í sjálfu sér einfalt að búa til sannindi, það þarf bara að tönglast nógu oft á því sama, á endanum efast enginn um réttmæti fullyrðinganna.

Kveikjan að þessari hugsun núna var ein ræða sem haldin var á Bessastöðum við afhendingu bókmenntaverðlaunanna. Þá nýtti formaður bókaútgefenda aðstöðu sína til að tala í hljóðnemann,til að ausa svívirðingum yfir þá sem unnið hafa að bókaútgáfu fyrir nemendur í grunnskólum landsins. Ég sat agndofa. Ég var fyrst slegin yfir því hvað maðurinn var illa að sér, síðan hugsaði ég, hann veit ekki hvað er viðeigandi á þessum stað við þetta tilefni.

Ég hugsaði þetta svona með sjálfri mér. Þarna var maðurinn að fjalla um málaflokk sem ég þekkti vel til.Vegna starfs míns þurfti ég að hafa yfirsýn. Nú er ég eftirlaunaþega og það eru önnur mál sem eiga hug minn. Ég ætlaði ekki að bregðast við þessu, láta þetta bara renna framhjá eins og hvert annað fleipur. Svo fór ég að hugsa um hvernig „sannleikur“ verður til og fann til ábyrgðar.

Mig langar að segja frá því að ég hef alveg gagnstæða skoðun. Ég hef oft dáðst að því hvað vel hefur tekist til með námsbækur fyrir nemendur á skyldunámsaldri, fyrir það takmarkaða fé sem til þess er veitt. Þetta er sérhæft verkefni og Ísland er lítið málsvæðip og það þarf stöðugt að vera að endurnýja bækur út frá þróun fræðanna og út frá hugmyndum manna um hvernig rétt sé að kenna. Ég hef sérstaklega dáðst að því hvernig jafnan hefur námsefni verið búið til í samvinnu við fræðimenn hverrar greinar og nú á síðari árum hafa listamenn; rithöfundar og teiknarar verið kallaðir til. Ég var slegin yfir þeirri vanvirðu sem kom fram í ræðu þessa manns gagnvart fólkinu sem hefur unnið við að skapa þetta námsefni. Það er þess vegna sem ég ákvað að bregðast við.

Það er reyndar ekkert nýtt að íslenskt námsefni sé talað niður. Að hluta til er það komið til vegna þess að þessar bækur koma inn á hvert heimili og allir hafa skoðun á því hvernig góð kennslubók á að vera. Það er gott og gagnrýni er góð ef til hennar er vandað. Það er líka gott að sem flestir hafi skoðun. En þar sem það er auðveldara að finna að en hrósa (kannski er þetta líka hluti af mannlegu eðli), hafa sumir farið að trúa því að það sé eitthvað sérstakt ástand í þessum málum hér.

Nú vil svo til að ég á lítið safn gamalla kennslubóka. Meðan ég var enn að velta fyrir mér orðunum sem ræðumaðurinn lét falla á Bessastöðum, dró ég þetta safn fram og skoðaði hvernig búið var að nemendum þegar ég var á skólaaldri. Það voru aðhaldssamir tímar og ekki bruðlað með neitt. Bækurnar voru enn betri en mig minnti. Annað sem kom mér á óvart, var hvað ég kunni þær vel. Það hljóta að ver meðmæli með kennslubók.

Reyndar hef ég, eftir að ég eignaðist þetta litla safn blaðað oft í heftunum þrem sem bera nafnið Íslands saga og eru eftir Jónas Jónsson. Þessar bækur urðu kjölfestan í sögulegri þekkingu og söguskoðun Íslendinga. Nú er oft á þær deilt, af því fræðin hafa tekið stakkaskiptum. Jónas var að vísu ekki fræðimaður á þessu sviði en söguskoðunin sem þarna kemur fram brýtur ekki í bága við ríkjandi söguskoðun í fræðunum á þeim tíma. En Jónas kunni að skrifa, ég man enn hvað mér fannst gaman að lesa Íslandssögu.

Nú er ég líklega komin út fyrir efnið sem ég ætlaði að fjalla um. Ég ætlaði að tala um það sem mér fannst óréttmæt gagnrýni á skólabókaútgáfu því ég veit að endurtekin ósannindi eiga það til að öðlast stöðu sannleikans.

En auðvitað veit ég að þessi gagnrýni ræðumannsins er ekki til komin vegna ástar á börnum. Þarna er beinlínis um hagsmunaárekstur að ræða. Bókaútgefendur vilja komast að „kjötkötlunum“ sem þeir halda að námsbókaútgáfa sé. Í augum sumra er öll starfsemi hins opinbera af hinu vonda. Það eru önnur ó-sannindi sem verið er að festa í sessi. Samanber að í dag fer fram umræða um sölu á áfengum drykkjum.

Hættum að þegja og bregðumst við þegar við heyrum eitthvað sem okkur finnst vera rangsannleikur.

Myndin er af nokkrum gömlum námsbókum frá nýliðinni öld


Bloggfærslur 24. febrúar 2017

Um bloggið

Bergþóra Gísladóttir

Höfundur

Bergþóra Gísladóttir
Bergþóra Gísladóttir
Ekki bráðung og hef komið víða við því ég er frekar dýr en planta.
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • C9EB8261-F520-405B-9694-8235B40EF253
  • 290974CD-97E2-455E-9941-73B0F9997E6B
  • 800D7FD8-F6ED-4EB2-B141-653DA0360FE6
  • EA321379-6F18-48B5-A676-355C7607B59A
  • 0741CFBA-0D8F-4AA6-8F32-6676B4769C1E

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 7
  • Sl. viku: 64
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 58
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband