Hershöfðingi dauða hersins

Myndaniðurstaða fyrir ismail kadare 

Nú er nokkuð um liðið síðan ég las bókina, Hershöfðingi dauða hersins eftir Ismail Kadaré. Ég hef dregið þetta af því vissi ekki hvernig ég gæti gert henni skil. En ég ætla að reya, þótt það sé erfitt að ná utan um þetta verkefni.

Nafn bókarinnar er síður en svo aðlaðandi, en mig langar segja þannig frá henni að þið segið "þessa bók verð ég að lesa"!

Titill bókarinnar minnir okkur á annan her og ég hugsaði, er ég að lesa þetta vitlaust og las aftur. Þetta var örugglega það sem höfundurinn ætlaðist til, hann er að hæðast, ekki að mér lesara sínum, heldur að virðingu sem borin er fyrir herjum og hernaði. En hann er er ekki bara að hæðast,hann er að skapa vissa ógn.

Ismail Kadaré (1936) er albanskur rithöfundur, ég held að ég hafi ekki áður lesið bók eftir albanskan rithöfund og þegar ég les mér til um hann fæ ég að vita að hann er virtur rithöfundur sem hefur skrifað mörg verk. Þessi bók kom út í heimalandi hans 1964.

Hún segir frá ítölskum hershöfðingja sem hefur fengið það verkefni að flytja líkamsleifar fallinna hermanna úr síðari heimsstyrjöldinni, heim til Ítalíu. Það hefur verið gert samkomulag um þetta á milli landanna og Þjóðverjar eru líka að sækja sín lík. Sagan segir frá þessu erfiða verki, væntingum hershöfðingjans og viðbrögðum heimamanna í Albaníu sem koma að verkinu. Þetta er hershöfðingi með metnað, hann vill bæði gæta þess að komið sé af virðingu fram við hina föllnu og er stoltur af að geta fært þá heim til ástvina þeirra. En Albanía er fjöllótt land og illt yfirferðar.  

Lesandinn fræðist smám saman um stríðið. Það er merkilegt að fá að fylgjast með hugsunum hershöfðingjans og sjá hvernig hugmyndir hans breytast eftir því sem á líður verkið. Hetjur Ítala eru illmenni Albana. Þannig var  þetta og þannig er það.

Sagan er ísmeygileg, maður trúir henni hálft í hvoru, þótt maður viti að hún hljóti að vera uppspuni frá rótum. Sannleikurinn sem situr eftir er óbeit á öllu stríði, hermennska verður fyrirlitleg. Þannig leið mér að minnsta kosti.

Það er Hrafn E. Jónsson (1942-2003) sem þýðir þessa bók á árunum 1990-1991 og hún var ári síðan lesin sem framhaldssaga í Ríkisútvarpið.

Það er mikill fengur að þessari bók en erfitt að segja frá því sem gerir hana svona frábæra, því það liggur ekki síður í því sem er látið ósagt.

Og þótt bókin sé dimm og köld, langar mig að lesa meira eftir þennan mann og mig langar til að ferðast til þessa lands. Og auðvitað er ég búin að skoða lýsingar frá ferðaskrifstofum og sé að það er ægifagurt.

Mynd af höfundi tók ég traustataki af netinu


Bloggfærslur 22. febrúar 2017

Um bloggið

Bergþóra Gísladóttir

Höfundur

Bergþóra Gísladóttir
Bergþóra Gísladóttir
Ekki bráðung og hef komið víða við því ég er frekar dýr en planta.
Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Nýjustu myndir

  • C9EB8261-F520-405B-9694-8235B40EF253
  • 290974CD-97E2-455E-9941-73B0F9997E6B
  • 800D7FD8-F6ED-4EB2-B141-653DA0360FE6
  • EA321379-6F18-48B5-A676-355C7607B59A
  • 0741CFBA-0D8F-4AA6-8F32-6676B4769C1E

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.3.): 7
  • Sl. sólarhring: 7
  • Sl. viku: 60
  • Frá upphafi: 186937

Annað

  • Innlit í dag: 6
  • Innlit sl. viku: 51
  • Gestir í dag: 6
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband