Tímagarðurinn: Karlaheimur?

F19C07A0-2DD9-4DAF-B0E2-E977A2CA6D49

Játning: Ég les of lítið eftir íslenska höfunda og þetta er fyrsta bók sem ég les eftir Guðmund Brynjólfsson. 

Guðmundur las sjálfur bókina sína Tímagarðurinn. Ég hlustaði svolítið kvíðin, því ég vissi að hann ætlaði að gera það sem allir góðir rithöfundar gera, reyna að segja það ósegjanlega. Lestur Guðmundar þekki ég vel því hann er einn af mínum uppáhaldslesurum á hbs.is. En kvíðinn sem ég fann fyrir, vegna þess að ég ég óttaðist að bókin rifi upp gömul sár.   

Ég hafði undirbúið mig, fór á bókakynningu hjá bókaútgáfunni Sæmundi í Gunnarshúsi, þar sem höfundur sagði frá bók sinni og las einn kafla. Það borgar sig að undirbúa sig fyrir lestur, væntingar um bók er hluti af lestri. 

Ég fann á andrúmsloftinu að það bjó mikil alvara á bak við þessa bók, uppgjör. Ég þekki það af eigin reynslu að missa mér nákominn í hafið og ég hef lengi sneytt hjá slíku efni. Þess vegna fannst mér gott að finna fyrir þessari alvöru. Líklega hefði ég án þess aldrei lesið bókina. Það er rétt efnisins vegna að taka það fram að kaflinn sem Guðmundur las í Gunnarshúsi var gamansamur. 

Bókin Timagarðurinn fjallar um ungan mann sem missir föður og bróður í sjóslysi. Hann er enn á mótunarskeiði og situr fastur. Líf hans stöðvast. Það er eins og hann týni sjálfum sér. Hann á vandræðum með samskipti sín við konur og í hálfgerðu rugli vaknar hann upp í Hveragerði. Hann hringir í frænda sinn og biður hann um að skutla sér heim. Það gerir hann en fer ekki þá leið sem ungi maðurinn bjóst við, heldur hringferð um landið með viðkomu á stöðum þar sem hann þurfti að erindreka við að skila eða ná sér í bíla varahluti. Frændinn lifir í heimi gamalla bíla. Á einum viðkomustaðnum hirðir hann upp í bílinn kunningja, Tóta í Tauinu, sem þarf að komast suður til að fá hjálp við að hætta að drekka. Bókin fjallar síðan um þetta þríeyki í gegnum samtöl þeirra og mislangar sögur, sem flestar eru í stíl þess sem kallast gæti Íslensk fyndni. Inn á milli kemur ljóðrænn texti. 

Ég hélt ég þekkti vel heiminn sem bókin lýsir en svo rennur upp fyrir mér að húnn lýsir einkynja heimi karlmanna. Hann þekki ég ekki, eðli málsins samkvæmt myndi sá heimur hverfa um leið og ég bættist við. Það er greinilega ekki nóg að hafa haft kynni af karlmönnum síðan ég var í móðurlífi (ég er tvíburi), átt föður, bræður og frændur og eiginmenn. Tala karlmenn svona saman þegar þeir eru einir?

En frændinn veit nákvæmlega hvað hann er að gera, hann kann greinilega að gera við fleira en bílvélar. Allt samtalið, allar sögurnar og innskotin sem ég veit ekki hvort ég á að kalla ljóðrænan prósa  eða heimspekilegar hugleiðingar, stefna að einu marki, allt er þetta efniviður sem nýtist ungum manni sem er í senn að leita að ástinni, fegurðinni og sér sjálfum.

Pistill sem hefst á játningu, hlýtur að kalla á yfirlýsingu um að bæta ráð sitt. Ég ætla að taka mér tak varðandi lestur íslenskra bóka. En ég veit af hverju það er svona komið með þennan lestur. Íslenskar bækur standa mér svo nærri, þær reyna meira á mig. Til ills og til góðs eftir því hvernig til tekst. Oftast til góðs, sem betur fer.  Þessi bók er dæmi um það.

 Myndin er af píslarblómi. Auk þess að vera afskaplega fallegt hefur það trúarlega tilvísun sem ég kann ekki nóg um. Myndin tekin í Floru Laugardal núi haust

 


Bloggfærslur 9. nóvember 2017

Um bloggið

Bergþóra Gísladóttir

Höfundur

Bergþóra Gísladóttir
Bergþóra Gísladóttir
Ekki bráðung og hef komið víða við því ég er frekar dýr en planta.
Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Nýjustu myndir

  • C9EB8261-F520-405B-9694-8235B40EF253
  • 290974CD-97E2-455E-9941-73B0F9997E6B
  • 800D7FD8-F6ED-4EB2-B141-653DA0360FE6
  • EA321379-6F18-48B5-A676-355C7607B59A
  • 0741CFBA-0D8F-4AA6-8F32-6676B4769C1E

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.3.): 1
  • Sl. sólarhring: 10
  • Sl. viku: 54
  • Frá upphafi: 186944

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 46
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband