Gefum gaum að litlum hrukkum.

IMG_1039

Af hverju eru allir allt í einu farnir að segja heilt yfir?

Af hverju segja menn ekki "í heildina", "samanlagt","oftast", "í flestum tilvikum","í grunninn"eða "vanalega". Og margt fleira sem hentar? Ég fór að velta því fyrir mér hvort það væri einhver ástæða fyrir því að menn, heilt yfir, fara að segja heilt yfir. Ég tók fyrst eftir þessu í íþróttaþætti RÚV en síðan virtist sem mjög margir tækju þaða upp. 

En auðvitað er þetta ekkert rangt í sjálfu sér og það skilja það allir. En ég fór,líklega vegna yfirstandandi kosningabaráttu, að velta því fyrir mér, hvort það leyndist einhver breyting á bak við einmitt þessi orð, HEILT YFIR. Bendir þetta ef til vill til að fólk sjái hlutina meira ofanfrá, eða grunnt?

Lengra komst ég ekki í vangaveltum mínum um þróun málsfars og hugsunar út frá frasa um HEILT YFIR. Ég var farin að hugsa um stjórnmál. Mér finnst skorta á dýptina í stjórnmálaumræðunni, hún snyst of oft um stök málefni án þess að þau séu sett í heildarsamhengi. Einstök mál og snúast upp í þras. Með eða móti. Ég er að tala út frá tilfinningu, ekki rannsókn og orð mín beinast ekki að neinum sérstökum. Og þetta var ekkert betra í gamla daga. Það er ég sem hef breyst. Nú hentar mér best til að skilja, að skoða málefni heildrænt og á dýptina.

Hvað gengur mönnunum til, á hvaða grunni hvílir pólitík flokkanna. Reyndar veit ég, eða tel mig vita, að allir flokkar hafi gert grein fyrir hugmyndagrundvelli sínum en það breytir því ekki að þegar á hólminn er komið snýst umræðan oft um stök og afmörkuð málefni.

Hvaðan kemur þessi umræðuhefð? Er við okkur kjósendur að sakast, berum við öll ákveðna málaflokka fyrir brjósti og lítum á framgang þeirra sem prófstein á pólitíkina? Gætu spyrlar haldið betur utan um þá samkvæmni sem þarf að vera á milli stefnu og framkvæmdar.

Hvers konar flokkur er það sem finnst allt í lagi, sjálfsagt að rýra kjör eldri borgara og öryrkja? Hvernig hugsa menn um náttúru og náttúruvernd sem ekki fallast á að fara eftir vísindalegu mati á nýtingu auðlinda? Og hvernig hugsa menn um landið sitt, sem ekki leitast við að halda því öllu í byggð? Þetta voru bara dæmi um hversu mikilvægt er að spegla stöðugt einstök mál í stefnu. Í mínum huga segir stefna í senn til um lífsgildi og leiðina að þeim. 

Að lokum.

Mér finnst mikilvægt að taka eftir orðavali og viprunum kringum munninn þegar þau eru sögð. Já og litlu hrukkunum í augnkrókunum. 

Mér fellur illa við fólk sem segir vísvitandi ósatt í pólitík. Enn verr fellur mér við þann sem veit ekki hvenær hann segir satt eða ósatt af því að sannleikurinn í þeirra augum er svo sveigjanlegt fyrirbæri.

 


Bloggfærslur 14. október 2017

Um bloggið

Bergþóra Gísladóttir

Höfundur

Bergþóra Gísladóttir
Bergþóra Gísladóttir
Ekki bráðung og hef komið víða við því ég er frekar dýr en planta.
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • C9EB8261-F520-405B-9694-8235B40EF253
  • 290974CD-97E2-455E-9941-73B0F9997E6B
  • 800D7FD8-F6ED-4EB2-B141-653DA0360FE6
  • EA321379-6F18-48B5-A676-355C7607B59A
  • 0741CFBA-0D8F-4AA6-8F32-6676B4769C1E

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 4
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 65
  • Frá upphafi: 187118

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 62
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband