Konan sem fór til að rannsaka byltinguna

IMG_1054Það ber að geta þess sem gott er. Það er búið að lesa inn bók Mary Wallstonecraft, Til varnar réttindum konunnar, sem kom út hjá Bókmenntafélaginu 2016. Bókin er þýdd af Gísla Magnússyni og það er Eyja Margrét Brynjarsdóttir sem skrifar formálann. Lesari er Ingunn Ásdísardóttir. 

Ég get skrifað um þessa bók, þótt ég sé enn stödd í formálanum af því bókin er mér ekki akveg ókunn. Ég hef nefnilega barist í gegnum hana á ensku, þótt textinn væri allt of snúinn fyrir mig. En nógu mikið skildi ég til að komast að því að þetta var saga eftir kvenhetju. En það sem gerir hana umframt allt merkilega er að konan er um leið heimspekingur.

Mary Wallstonecraft, (fædd 1759 og deyr 1795 ) elst upp við ótrygga bernsku. Fjárhagur fjölskyldunnar er í molum og ekki bætir úr skal drykkjuskapur og ofbeldi. Stúlkan Marý þarf ekki bara að standa á eigin fótum, heldur reynir hún líka að vera bjargvættur. Ég skil ekki hvernig hún hefur aflað sér menntunar, því menntuð er hún. Það sést ekki bara af því að hún stofnar og rekur stúlknaskóla, heldur einnig af því að hún tekur þátt í lærðri umræðu við menn sem stóðu framarlega í umræðu um pólitík og heimspeki þessa tíma. Hún gerir sér meira að segja ferð til Frakklands til að geta svarað neikvæðum skrifum

um byltinguna. Hún var sannfærð um að konur stóðu körlum ekki að baki og jafnrétti kynjanna var því sjálfsagt að hennar mat. Og þótt skólinn sem hún rak væri eingöngu fyrir stúlkur var hún þess fullviss að best væri að kynin sætu saman á skólabekk. 

Ég hlakka til að njóta þessarar merkilegu bókar og er þakklát Hljóðbókasafninu að gera mér það kleyft. Og hvernig á ég að hrósa Ingunni svo vert sé? Er nóg að segja að hún sé úrvals lesandi? Ég veit ekki hvernig er borgað fyrir að lesa inn bækur en hitt veit ég að það er vandaverk og það skiptir sköpum fyr efnið að það sé gert af listfengi.

Eins og sjá má, er mér þakklæti í huga.

Ég á eftir að skrifa meira um þessa bók.

Ég læt fylgja mynd af bókinni sem er einkar falleg í sínum látlausa búningi. 


Bloggfærslur 13. október 2017

Um bloggið

Bergþóra Gísladóttir

Höfundur

Bergþóra Gísladóttir
Bergþóra Gísladóttir
Ekki bráðung og hef komið víða við því ég er frekar dýr en planta.
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • C9EB8261-F520-405B-9694-8235B40EF253
  • 290974CD-97E2-455E-9941-73B0F9997E6B
  • 800D7FD8-F6ED-4EB2-B141-653DA0360FE6
  • EA321379-6F18-48B5-A676-355C7607B59A
  • 0741CFBA-0D8F-4AA6-8F32-6676B4769C1E

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 58
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 56
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband