Hvað er miðja? - - - Hvar er miðja?

IMG_0952Stundum er pólítík flokkuð eftir lit

Mundin er af litríkum trefl.

Í fyrsta skipti sem ég heyrði flokksformann lýsa stefnu flokks síns með þeim orðum, að hann sæktist eftir því að vera miðjuflokkur, var þegar Halldór Ásgrímsson sagði það í sjónvarpsviðtali. Það er langt síðan. En ég varð gáttuð. Það getur ekki verið stefna að vera í miðjunni, hugsaði ég. Miðja í pólitík er eitthvað sem ræðst af öðrum. Það ræðst ekki ekki nema að litlu leyti af því sem formaðurinn gerir sjálfur. Einungis óbeint.  Fyrir hvað stóð miðjan í Þýskalandi á fjórða áratug síðustu aldar? Hugsa ég. Eða nú í Tyrklandi?

Mér fannst leitt að Halldór skyldi láta þessa vitleysu út úr sér, við erum bæði Austfirðingar og áreiðanlega alin upp á  Framsóknarheimili. Hann átti því að vita að Framsóknarflokkurinn var félagshyggjuflokkur sem trúði á mátt samvinnu hreyfingarinnar til að vinna að jöfnuði, já og framförum. 

Þetta rifjaðist upp nú þegar nýr flokkur birtist á sjónarsviðið sem kennir sig þegar í upphafi við miðjuna. Það kom fáum á óvart en ég var föst í hugleiðingum mínum um hvað gerir flokk að flokk.

Það er ekki langt síðan að ég horfði á fréttir frá Grímsey, það var verið að koma fyrir risastórri kúlu á heimskautsbaugnum. Það var erfitt verk að koma kúlunni fyrir en verra var, að heimskautsbaugurinn færist til, það þarf því stöðugt að flytja kúluna. Ósjálfrátt fór ég að hugsa um flokkinn sem kennir sig við miðju. Sá mennina fyrir mér baksa við að velta kúlunni eftir því sem miðjan fluttist til, eftir því hvernig atkvæði flokkanna féllu. Ég sé verkstjórann másandi og sveittan á enninu. 

Allt þetta miðjutal er auðvitað tilkomið vegna hefðarinnar að hugsa sér pólitíkina út frá  línulaga mælistiku, hægri vinstri.Þessi hefð réðist af sætaskipan í franska þinginu á 18. öld.

Það eru til margar aðferðir við að skilgreina miðju og sumar mjög vísindalegar. Líklega þekkja flestir Gauss kúrfuna. Hún er gildust um miðjuna og dvínar út til hliðanna. Væri hægt að skoða pólitíkina út frá henni? Líklega myndi miðjan færast til og frá.

Miðja er líka samheiti við mitti. Þegar við tölum um þá miðju, okkar eigin miðju, viljum við að hún sé sem mjóst og leggjum jafn vel heil mikið á okkur til að þurfa ekki bæta götum á beltið.

Nú að pólitíkinni.

Allir stjórnmálaflokkar með sjálfsvirðingu skilgreina sig út frá málefnum sem þeim finnst mikilvægt að vinna að og hafa í heiðri. Það er ekki þeirra að raða sér á skala eða reikna út kúrfuna, sem líklega skekktist fram og til baka.

Ég kýs þann flokkur sem  vinnur best og sannast að þeim málefnm em mér  finnast mikilvæg á grundvelli lífsskoðana minna. Mér er alveg sama þó sá flokkur sé ekki alltaf gildur um miðjuna

IMG_0948

 Myndin er af meðalkúrfu, hún er fengin að láni af netinu


Bloggfærslur 1. október 2017

Um bloggið

Bergþóra Gísladóttir

Höfundur

Bergþóra Gísladóttir
Bergþóra Gísladóttir
Ekki bráðung og hef komið víða við því ég er frekar dýr en planta.
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • C9EB8261-F520-405B-9694-8235B40EF253
  • 290974CD-97E2-455E-9941-73B0F9997E6B
  • 800D7FD8-F6ED-4EB2-B141-653DA0360FE6
  • EA321379-6F18-48B5-A676-355C7607B59A
  • 0741CFBA-0D8F-4AA6-8F32-6676B4769C1E

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.4.): 12
  • Sl. sólarhring: 18
  • Sl. viku: 76
  • Frá upphafi: 187190

Annað

  • Innlit í dag: 11
  • Innlit sl. viku: 62
  • Gestir í dag: 11
  • IP-tölur í dag: 10

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband