Fullkomið líf: Lesið í sumarhúsi á Snæfellsnesi

image 

Ég les og les. Og er alltaf jafn hrifin.

Var í viku í Sumarhúsi á Snæfellsnesi (Arnarstapa) í góðum félagsskap og las Gyrði Elíasson. 

Fyrst las ég, Suðurgluggann. Ég hafði lesið bókina áður en við endurlestur, varð hún enn betri. Ég sá fyrir mér líf rithöfundarins sem bókin fjallar um, staðsetti í huganum húsið sem hann bjó í. Sá það fyrir mér að Hellnum. Ég sá kaffihúsið með afundnu konunni, sem nú var fullt af túristum svo út af flóði. Ég keypti mér skó á Hellissandi í búð sem gæti verið búðin í sögunni, þar sem raunamæddi maðurinn afgreiddi. Hann sem var í bol sem á var letrað: Eru ekki allir í stuði. Konan sem seldi mér skóna var þó ekkert lík honum.

Ég tók eftir því núna, hvað Gyrðir er fyndinn. Ég hafði ekki tekið eftir því við fyrri lestur. Hann leikur sér með orð og  setningar og þegar ég allt í einu skil tengingarnar, finn ég hvernig sæluhrollur fer niður eftir bakinu á mér. Hann hefur sérstaklega gaman að því að leika sér með bókartitla. Þetta var rétt bók á réttum stað. 

Þegar ég var búin með Suðurgluggann, ákvað ég að lesa Lungnafiska, bók sem ég átti en hafði aldrei lesið í heild. Þetta er stutt bók, 100 örsögur á mörkum ljóðs og prósa. Dæmalaust hugmyndaríkar en um leið krefjandi fyrir lesandann. Þetta er bók til að lesa aftur og aftur.

Ég var uppnumin af hrifningu. Það hjálpaðist allt að, falleg náttúra, með fuglasöng og lækjarnið, og sagan sem mér fannst vera undir fótunum á mér. Alls staðar voru ummerki horfins tíma.

Eitt af því sem gerir bækur Gyrðis skemmtilegri en flestar aðrar bækur er, að þær eru svo fallegar, allt passar og er eins og það á að vera. Eitthvað fyrir mig sem er með dellu fyrir bókbandi og heildarútliti bóka. 

Að lesa góða bók er eins og að vera ástfangin. 

Myndin er af læknum sem miðaði og magnaði áhrif bökanna sem ég las 

 


Bloggfærslur 7. ágúst 2016

Um bloggið

Bergþóra Gísladóttir

Höfundur

Bergþóra Gísladóttir
Bergþóra Gísladóttir
Ekki bráðung og hef komið víða við því ég er frekar dýr en planta.
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • C9EB8261-F520-405B-9694-8235B40EF253
  • 290974CD-97E2-455E-9941-73B0F9997E6B
  • 800D7FD8-F6ED-4EB2-B141-653DA0360FE6
  • EA321379-6F18-48B5-A676-355C7607B59A
  • 0741CFBA-0D8F-4AA6-8F32-6676B4769C1E

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.4.): 9
  • Sl. sólarhring: 16
  • Sl. viku: 73
  • Frá upphafi: 187187

Annað

  • Innlit í dag: 8
  • Innlit sl. viku: 59
  • Gestir í dag: 8
  • IP-tölur í dag: 7

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband