Hótel Borg: Lecca Nocola

image

Ekki vissi ég á hverju ég átti von, þegar ég hóf lestur á bók Lecca Nicola(1976), Hótel Borg. Mig rámaði í, að hafa heyrt eitthvert spjall við hann í sjónvarpinu, en hafði ekki áttaði mig á honum.

Sagan hefst í Gautaborg í Svíþjóð og segir frá ungum og óráðnum manni, Óskari. Hann er einrænn og leitandi og mikill tónlistaraðdáandi.

Því næst segir frá heimsfrægum hljómsveitarstjóra, Alexander Norberg, sem er í tilvistarkreppu.Hann ætlar að ljúka ferli sínum með því að halda lokatónleika í Dómkirkjunni í Reykjavík. Hann velur til flutnings tónverk, sem honum finnst fegurst allra, Stabat Mater eftir Pergolesi. Hann fær til liðs við sig tónlistarfólk sem hann treystir mest og best, drenginn Marcel og söngkonuna Rebeccu Lunardi.Hann ætlar að skapa fullkomna list.

Einu Íslendingarnir, sem eitthvert hlutverk hafa í sögunni, eru þjónn á Hótel Borg og einhvers konar íslenskur Casanova, Hákon Pétursson. Miðar á tónleikana eru ekki seldir, þeim er dreift til áheyrenda eftir að nöfn þeirra hafa verið dregin út úr nöfnum í símaskrá. Það er mikil fjölmiðlaumfjöllun um þetta mál. Ísland er í brennidepli.

Öll er þessi atburðarás frekar ótrúleg en gaman að hugsa sér það að klassísk tónlist veki svo mikið umtal.

Hinn sænski Óskar hefur bitið það í sig að það sé honum lífsnauðsyn að komast á þessa tónleika. Hann fær engan miða, enda ekki í símaskránni. Hann situr með kröfuspjald fyrir utan Dómkirkjuna og mótmælir óréttlætinu. Marcel uppgötvar að framtíð hans sem söngvara sé óviss og hann fyllist angist og reiði. Enginn hefur rætt um það við hann að rödd hans breytist þegar hann kemst í mútur.

Öll þessi frásögn ber það með sér að höfundur er að leika sér með þetta fólk og honum er alveg sama þó frásagan sé ekki beinlínis trúverðug. Ég átta mig ekki á hvað vakir fyrir honum.

Alltaf þegar ég les höfunda sem ég átta mig ekki á, er ég við því búin að ástæðan geti alveg eins legið hjá mér sem lesanda. Ég er auðvitað búin að lesa mér til um höfund og sé að hann hefur gott orðspor.

Kannski er þetta táknræn saga og ég kann ekki að lesa táknmálið. Er höfundurinn að lýsa fallvaltleika lífsins og að ofdramb komi mönnum í koll?

Ég áttaði mig sem sagt ekki á þessari sögu en hafði gaman að sjá Ísland með útlendum augum höfundarins. Kannski er hann bara að leika sér.

Það sem ég græddi mest á þessari bók var að ég tók mig til og hlustaði á Stabat mater eftir Pergolesi.

 


Bloggfærslur 25. ágúst 2016

Um bloggið

Bergþóra Gísladóttir

Höfundur

Bergþóra Gísladóttir
Bergþóra Gísladóttir
Ekki bráðung og hef komið víða við því ég er frekar dýr en planta.
Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Nýjustu myndir

  • C9EB8261-F520-405B-9694-8235B40EF253
  • 290974CD-97E2-455E-9941-73B0F9997E6B
  • 800D7FD8-F6ED-4EB2-B141-653DA0360FE6
  • EA321379-6F18-48B5-A676-355C7607B59A
  • 0741CFBA-0D8F-4AA6-8F32-6676B4769C1E

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.3.): 1
  • Sl. sólarhring: 11
  • Sl. viku: 54
  • Frá upphafi: 186944

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 46
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband