Dúkka: Gerður Kristný 2015

 image

Þegar ég var að alast upp, lásum við og það voru lesnar fyrir okkur, sögur og ævintýri. Í þessum sögum fékk vonda fólkið makleg málagjöld og okkur fannst ekkert athugavert við það. Vonda stjúpan í Mjallhvít var látin dansa á glóandi járnskóm þar til hún hneig dauð niður. Skórnir höfðu verið hitaðir í eldi og bornir til hennar á glóðartöngum. Nornin í Hans og Grétu var látin brenna í eigin bakarofni og úlfurinn í Rauðhettu var fylltur af hnullungsgrjóti. Síðar kom hik á uppalendur, þeir fóru að hafa áhyggjur af því að þessi grimmd skapaði ótta hjá börnunum og mörgum ævintýrum var breytt.

Nú er öldin önnur. Hryllingsbókmenntir njóta mikilla vinsælda hjá börnum, ekki síst sögur af vampýrum.

Bók Gerðar Kristnýjar, Dúkka er þó ekki vampýrusaga. Ekki beint. Sagan er hlaðin spennu, undirliggjandi óhugnaði. Aðalpersónan, Kristín Katla, fær að kaupa sér alveg sérstaka dúkku eins og vinkona hennar á. Þessar stelpur eru reyndar alveg á mörkunum til að vera of gamlar til að leika sér með dúkkur. En þessar dúkkur eru alveg sérstakar.

Óhugnaðurinn læðist, hann smýgur og fer sér hægt. Það var fyrir mig enn verra en það sem sagt er hreint út. Ég velti fyrir mér hvort bókin væri ekki of óhugguleg fyrir ungar sálir. Þegar ég spurði ömmustelpuna mína (hún er innan markhópsins), hvort hún hefði lesið hana, sagði hún, ég hef ekki lagt í það. Hún vissi greinilega hvers var að vænta.

En ég las bókina til enda og það var mér mikill léttir þegar allt fór vel að lokum.

Bókin Dúkka, er eins og allar góðar barnabækur, ekki síður fyrir fullorðna.

Reyndar er ekki alls kostar rétt að segja að ég hafi lesið bókina. Ég get ekki lesið lengur, augun eru að svíkja mig. Í þetta skipti var það einungis betra, því i Gerður Kristný las bókina sjálf og hún er frábær lesari.

En ég lét mér ekki nægja að hlusta á söguna, ég fékk hana lánaða í bókasafninu til að skoða hana. Og það var þess virði. Þetta er einstaklega falleg bók, frágangur er allur til fyrirmyndar. Hún er myndskreytt af Lindu Ólafsdóttur og kápumyndin er líka eftir hana. Ekki veit ég hvort þessi bók hefur verið þýdd, en svona metnaðarfull bók myndi sóma sér vel með barnabókmenntum heimsins.


Bloggfærslur 19. ágúst 2016

Um bloggið

Bergþóra Gísladóttir

Höfundur

Bergþóra Gísladóttir
Bergþóra Gísladóttir
Ekki bráðung og hef komið víða við því ég er frekar dýr en planta.
Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Nýjustu myndir

  • C9EB8261-F520-405B-9694-8235B40EF253
  • 290974CD-97E2-455E-9941-73B0F9997E6B
  • 800D7FD8-F6ED-4EB2-B141-653DA0360FE6
  • EA321379-6F18-48B5-A676-355C7607B59A
  • 0741CFBA-0D8F-4AA6-8F32-6676B4769C1E

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.3.): 1
  • Sl. sólarhring: 11
  • Sl. viku: 54
  • Frá upphafi: 186944

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 46
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband