Með söguna undir fótum sér og allt um kring

image

Á öðrum degi í sumarhúsi á Arnarstapa uppgötvaði ég lagnir í jörðinni, áþekkar hitaveitustokkunum í Reykjavík, en grennri. Ósjálfrátt tengdi ég þetta við upplýsingar úr Vegahandbókinni um vikurnám Jóns Loftssonar við Snæfellsjökul (hófst 1934). Nú hef ég fræðst mikið um þennan merkilega kafla í iðnaðarsögunni, með því að lesa mér til. Vikrinum var fleytt með leysingavatni úr jöklinum, malaður og síðan fluttur með skipum. Mér fannst þetta merkilegt og gaman að sjá þessi verksummerki. Þetta er við jaðar sumarhúsabyggðarinnar.

Reyndar er mér önnur saga hugstæðari, Eyrbyggja er líklega sú Íslendingsaga sem ég hef lesið oftast, en kann þó aldrei nógu vel. Hún er endalaus uppspretta undarlegra sagna, sem halda áfram að vera dularfullar, þrátt fyrir allar tilraunir fræðimanna til skýringa. Í gær ókum við fyrir Jökul og áfram til Stykkishólms. Endalaus Eyrbyggja. Þarna er líka endalaust saga sem ekki hefur verið færð í letur. Við komum við á Hallbjarnareyri, þar sem reistur var "spítali" fyrir holdsveika 1653. Ég hef spítali í gæsalöppum af því engin lækning var þá til, þetta var fyrst og fremst staður til að einangra þá veiku, og koma þannig í veg fyrir smit. 

Hér á utanverðu Snæfellsnesi var fyrsta þéttbýli á Íslandi, það var stutt á miðin. Við eigum erfitt með að sjá þetta líf fyrir okkur, hvað þá skilja það. Gallinn er að nútímamaðurinn er stöðugt að horfa á þetta með augum nútímans. Við þurfum að æfa okkur í að fara inn í söguna og sjá með augum samtímans sem var. Þetta gerist ósjálfrátt þegar maður er með söguna undir fótunum og allt um kring. Og nægan tíma. 

Gæti verið framtíð í því að lifa meira í sögunni?

Myndin er tekin við Gufuskálavör en tengist ekki fornminjum.


Bloggfærslur 27. júlí 2016

Um bloggið

Bergþóra Gísladóttir

Höfundur

Bergþóra Gísladóttir
Bergþóra Gísladóttir
Ekki bráðung og hef komið víða við því ég er frekar dýr en planta.
Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Nýjustu myndir

  • C9EB8261-F520-405B-9694-8235B40EF253
  • 290974CD-97E2-455E-9941-73B0F9997E6B
  • 800D7FD8-F6ED-4EB2-B141-653DA0360FE6
  • EA321379-6F18-48B5-A676-355C7607B59A
  • 0741CFBA-0D8F-4AA6-8F32-6676B4769C1E

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.3.): 1
  • Sl. sólarhring: 10
  • Sl. viku: 54
  • Frá upphafi: 186944

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 46
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband