Leitin að Ljúdmílu fögru eftir Alexander Púskín

image

Alveg er það dæmalaust hvað guðirnir, sem ég trúi ekki á, eru klókir að vísa mér leið í bókaskóginum. Ég var að leita að allt annarri bók og fann Ljúdmílu. Hafði aldrei heyrt um þessa sögu og þaðan af síður að hún væri til til í íslenskri þýðingu.

Ég hlusta á bókina hjá Hljóðbókasafni Íslands, það er Erlingur E. Hallórsson sem les. 

Sagan er heillandi. Ég veit ekki hvar ég á að staðsetja hana, einhvers konar sambland af Fornaldar sögum Norðurlanda (eins og við þekkjum þær), riddarasögum og ævintýrum. En þar sem ég er enginn bókmenntafræðingur les ég bara mér til skemmtunar. Reyndar minnti frásagan mig líka örlítið á kvikmyndir eftir Ang Lee.

Sagan er um riddarann Rúslan sem hefur gifst  Ljúdmílu, en hún hreinlega gufar upp, týnist. En til  þess liggja eðlilegar ástæður, galdrakarlinn  Skuggavaldi hefur numið hana á brott. 

Nú upphefst mikil leit. Það er ekki bara Rúslan sem leitar, tveir fyrrum biðlar Ljúdmílu taka einnig þátt, þeir eru svarnir óvinir Rúslans svo keppnin um að finna stúlkuna er hörð. 

Þegar ég hafði lokið við að hlusta á Erling lesa söguna, langaði mig til að fá bókina í hendurnar og skoða hana. Þetta geri ég reyndar oft því ég elska að skoða bækur, þótt ég geti ekki lesið, get ég enn skoðað bækur mér til gagns. Bókavörðurinn sem var boðinn og búinn að hjálpa mér, fann ekki bókina fyrr en það rann upp fyrir henni að þetta var barnabók. 

Bókin er dæmalaust falleg. Þýðingin er í raun endursögn er eftir Geir Kristjánsson. Það er ekki sagt hver gerir myndirnar, líklega einhver Rússi. 

Geir skrifar formála að bókinni, hann er líka merkilegur. 

Það var svo sannarlega happafengur að rekast óvart á þessa bók. 

Þessi saga, sem er ljóð, kom út í Rússlandi 1820. Þýðing Geirs kom út 1954.

Mikhail Glinka samdi tónlist við þetta ljóð, Rúslan og Ljudmíla. 

Myndin er úr bókinni.


Bloggfærslur 12. júlí 2016

Um bloggið

Bergþóra Gísladóttir

Höfundur

Bergþóra Gísladóttir
Bergþóra Gísladóttir
Ekki bráðung og hef komið víða við því ég er frekar dýr en planta.
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • C9EB8261-F520-405B-9694-8235B40EF253
  • 290974CD-97E2-455E-9941-73B0F9997E6B
  • 800D7FD8-F6ED-4EB2-B141-653DA0360FE6
  • EA321379-6F18-48B5-A676-355C7607B59A
  • 0741CFBA-0D8F-4AA6-8F32-6676B4769C1E

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 2
  • Sl. sólarhring: 9
  • Sl. viku: 63
  • Frá upphafi: 187116

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 60
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband