Glæpir úr fortíðinni: Agatha Christie: Feigðarför

image

Í friðsælum íslenskum dal, dvel ég um sumarsólhvörf og les glæpasögu eftir Agöthuo Christie. Þegar ég var ung kona, las ég Agöthu bækur í löngum bunum. Mig langaði til að ná valdi á því að lesa bækur á ensku, sem ég kunni illa en svo ánetjaðist ég og tók að safna að mér Agöthubókum og átti dýrmætan kassa sem nú er glataður.

Bókin sem nú var lesin heitir Feigðarför og gerist í Austurlöndum nær, nánar til tekið Palestínu og nærliggjandi löndum. Á þessum tíma var ákjósanlegt fyrir efnaða borgarstétt Vesturlanda að ferðast þarna og njóta þess að þefa af fornri menningu og skoða framandi lönd. Það vakti eftirtekt mína að svæðið sem fólkið ferðaðist um er nánast sama svæði og það svæði sem nú er alls ekki aðgengilegt fyrir venjulegt ferðafólk vegna þess að það hefur skaðast af styrjöldum sem enn geisa. Svæði hörmunga og glæpa sem liggja utan frásagnarhefðar glæpasagna

Þessi bók segir frá bandarískri fjölskyldu, óvenjulegri fjölskyldu og fólki sem þau kynnast og tengjast á ferðalaginu. Og svo að sjálfsögðu Hercule Poirot. 

Það sem gerir Agöthu að snillingi í mínum augum eru persónurnar sem hún skapar, þær eru svo lifandi að þér finnst þú þekkja þær eða þær minna þig óþægilega mikið á fólk sem þú þekkir og gætir hitt í fjölskylduboði. Og svo er hún meistari í að draga upp myndir af vettvangi sögunnar og að síðustu að búa til söguþráð með fléttu eða flækju, sem leysist oft á óvæntan hátt. Ekki er þessi atburðarás alltaf trúleg en maður trúir henni meðan maður er að lesa söguna og það nægir mér. 

Í þessari ferð lá ferðin m.a. til Petra. Þar er brugðið upp afar raunverulegri lýsingu af rústum fornrar menningar, sem ég gæti hugsað mér að skoða og fræðast um.

Agatha er drottning glæpasögunnar, hún bregst ekki. Ég veit að hún er barns síns tíma og ég reyni að stilla mig um að láta íhaldssamar skoðanir hennar á alþýðufólki ekki fara í taugarnar á mér meðan ég er að lesa, það spillir ánægjunni. En það kemur mér ekki á óvart þegar í ljós kemur að glæpurinn er framinn af einhverjum sem ekki tilheyrir yfirstéttinni. Þannig var þetta þá. Og er kannski enn. Í rauninni eru glæpir nútímayfirstéttarfólks meðhöndlaðir einhvern veginn öðru vísi.  Þeir, glæpirnir, eru ekki jafn fyrirlitlegir og afbrot alþýðufólks eða ræfla. Því um þá er jafnað fjallað af vissri virðingu og með fyrirvörum. Sumir afbrotamenn fá jafn vel að sitja í háum embættum. 

 


Bloggfærslur 22. júní 2016

Um bloggið

Bergþóra Gísladóttir

Höfundur

Bergþóra Gísladóttir
Bergþóra Gísladóttir
Ekki bráðung og hef komið víða við því ég er frekar dýr en planta.
Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Nýjustu myndir

  • C9EB8261-F520-405B-9694-8235B40EF253
  • 290974CD-97E2-455E-9941-73B0F9997E6B
  • 800D7FD8-F6ED-4EB2-B141-653DA0360FE6
  • EA321379-6F18-48B5-A676-355C7607B59A
  • 0741CFBA-0D8F-4AA6-8F32-6676B4769C1E

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.3.): 1
  • Sl. sólarhring: 11
  • Sl. viku: 54
  • Frá upphafi: 186944

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 46
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband