Mamúska: Halldór Guðmundsson

 imageLítil falleg bók en innihaldsrík. Þetta er að nafninu til ævisaga gamallar konu sem Halldór Guðmundsson rithöfundur (með meiru) kynntist í heimsóknum sínum til Frankfurt á ferðum sínum þangað á bókamessu. Þar kynnist hann veitingakonunni sem hann sem hann borðaði hjá á afar sérstökum veitingastað. Þótt þessi vinátta hefði staðið um um árabil vissi hann lítið um þessa konu og loks ákvað hann grafast fyrir um hver var konan á bak við þá litríku hressu konuna sem eldaði afburðagóðan mat og kunni að skapa andrúmsloft sem laðaði að litríkt fólk.

Í raun eru þetta tvær sögur. Annars vegar er saga konunnar sem rekur veitingastaðinn Rauðu akurliljuna og hins vegar er hörmungasaga þjóðanna sem búa við botn Eystrasaltsins. Það er ótrúlegt hvað yfir þessar þjóðir hefur hefur dunið. Þegar þjóðlönd takast á í stríði er það fólkið sem líður. Saga þessara átaka er svo flókin og margslungin að það er oft erfitt að halda áttum. En Halldór rekur þessa sögu skilmerkilega, auk þess er frábært kort í bókinni. 

Mamúska, Marianne Kowalev, er fædd í Póllandi 1913 á landsvæði sem nú tilheyrir  Litháen. Sjálf segist hún vera pólsk. Hún er komin af alþýðufólki en giftist Per Kowalev og tengdist þar með  inn í velmegandi ætt. Hann var kominn af Rússum í föðurætt en móðurættin var með svissneskt blóð. Þetta svissneska blóð átti eftir að koma sér vel, því það nægði síðar til að fjölskyldan féll undir kategoríuna "Volkdeutsche" og fékk vist í Þýskalandi. Í stríðinu sem við köllum aðra heimsstyrjöld flýr þetta fólk land og fer til Frankfurt. Ósjálfrátt minnir þessi saga mig á sögu annarrar gamallar konu, Lenu Grigolet. Sú bók kom í íslenskri þýðingu 2003 og hét Paradísarstræti. Ég skrifaði um hana blogg undir titlinum, Gömul kona segir frá lífi sínu:Paradísarstræti. Sú kona lagði einnig á flótta í r,ingulreiðinni sem skapaðist þegar Rússar unnu stríðið á Austurvígstöðvunum og ráku flóttann yfir sama svæði og hér er lýst. Konan í þeirri sögu var þýskumælandi Lithái. En Lena Grigolet sneri við og hennar stríði lauk ekki þar, heldur löngu síðar við fall Sovétríkjanna. 

Mér finnst magnað að lesa um þennan tíma þótt ég viti að ég er engan veginn fær um að skilja líðan stríðshrjáðra og landflótta manneskja. Bókin um Mamúsku er vel skrifuð enda kunnáttumaður á ferð. Vettvangur sögunnar er svæðið sem við kölluðum til forna Austurveg. Það var þegar íslenskar og norrænar "hetjur" fóru þangað í víking. Þetta er saga um vináttu gamallar konu og ungs manns.

Í rauninni er það sú saga sem er kjarni þessarar sögu.

Mér fellur vel við þessa litlu bók. Það er aðeins tvennt sem ég hef út á hana að setja. Mér finnst of lítið rætt um tungumálið, hver talaði hvaða mál, við hvern. Og ég fékk ekki að vita hvað Halldór borgaði fyrir matinn! 


Bloggfærslur 18. júní 2016

Um bloggið

Bergþóra Gísladóttir

Höfundur

Bergþóra Gísladóttir
Bergþóra Gísladóttir
Ekki bráðung og hef komið víða við því ég er frekar dýr en planta.
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • C9EB8261-F520-405B-9694-8235B40EF253
  • 290974CD-97E2-455E-9941-73B0F9997E6B
  • 800D7FD8-F6ED-4EB2-B141-653DA0360FE6
  • EA321379-6F18-48B5-A676-355C7607B59A
  • 0741CFBA-0D8F-4AA6-8F32-6676B4769C1E

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.4.): 2
  • Sl. sólarhring: 19
  • Sl. viku: 66
  • Frá upphafi: 187180

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 52
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband