Minningar: Guðrún Borgfjörð

image

Ég skil ekkert í sjálfri mér, sem hef verið með annan fótinn í 19. öldinni, um árabil, að hafa ekki lesið þessa bók fyrir löngu síðan. Þó hef ég vitað um tilvist hennar, því margir sem skrifa um þennan tíma, vitna til hennar sem heimildar. Nú, að lestri loknum, sé ég líka (eða grunar) að ýmisir hafi nýtt sér hana í skrifum sínum án þess að geta um hana. Þrátt fyrir að ég vissi um tilvist bókarinnar, grunaði mig aldrei að þarna væri á ferðinni svo  merkileg og skemmtileg bók. Svona getur kona verið vitlaus. 

Mig langar til segja öllum, sem hafa ekki lesið hana, að bókin er öllum þeim kostum búin,sem einkenna góða bók. 

Guðrún var fædd 1856 og dó 1930. Alla ævi stríddi hún við alvarlegan sjúkdóm, asma.  Móðir hennar var Anna Guððrún Eiríksdóttir, ómenntuð alþýðukona en bókhneigð og faðir hennar, Jón Borgfirðingur,var sömuleiðis lítt skólagenginn en mikill bókaunnandi. Hann var ekki bara lesandi bóka, hann var lærður bókbindari og bókasafnari. Auk þess vann hann á tímabili við bóksölu og kom að útgáfu. Það er því greinilegt að Gúðrún hefur alist upp á heimili þar sem bækur voru elskaðar og virtar. Það sem ég segi hér um þetta fólk eru ályktanir sem ég dreg eftir lestur þessarar litlu bókar. Þegar ég segi "litlu" er það vegna þessa að ég ber hana í huganum saman við bækurnar sem ég hef lesið um karla 19. aldar (Jón Sigurðsson, Hannes Hafstein, Einar Bediktsson svo dæmi séu tekin)sem eru allar doðrantar. Þess vegna finnst mér merkilegt að Minnigarnar hennar Guðrúnar eru ekki síður fróðlegar. 

Guðrún kann listina að segja frá. Í knöppu máli segir hún stóra sögu. Hún segir ekki bara sögu alþýðufjölskyldu, hún lýsir aldarfari og lífsháttum í þorpinu Reykjavík. Á þessum tíma þótti bæði rétt og eðlilegt að stétt og kynferði réði örlögum fólks. Víða í frásögn hennar má sjá hvernig fólk reynir að brjótast til mennta með dugnaði og útsjónarsemi. Sumum tókst en öðrum ekki. Bræður Guðrúnar eru dæmi um menn sem fóru til mennta, hún er sjálf dæmi um konu, sem lét sig dreyma um að fá bóklega menntun, draum sem ekki rættist.   

Guðrún hefur glöggt auga fyrir því sem máli skiptir, frásögn hennar er full af "smáatriðum" sem skipta ekki minna máli en sögur um pólitískar stympingar karlanna. Reyndar leynir sér ekki að hún er vel heima þar sem annars staðar. Ég hafði alveg sérstaklega gaman að lesa um lýsingar hennar á heimilishaldi og einkum saumaskap sem hún virðist hafa haft mikla unun af. 

Guðrún var sjálflærð menntakona sem þjónaði öðrum alla tíð. Því miður byrjaði hún allt of seint að skrifa (sextug). Bókin nær einungis til 1888. Hún skrifaði hana að áeggjan bróður síns Klemensar. Það var svo bróðursonur hennar Agnar Kl. Jónsson sem sá um útgáfuna 1947.

Myndina tók ég traustataki af netinu. Ég vona að hún sé af Guðrúnu en það vekur undrun mína að í tvígang er um það talað í bókinni, að Guðrún hafi ekki verið fríð. Merkilegt. 

 


Bloggfærslur 15. júní 2016

Um bloggið

Bergþóra Gísladóttir

Höfundur

Bergþóra Gísladóttir
Bergþóra Gísladóttir
Ekki bráðung og hef komið víða við því ég er frekar dýr en planta.
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • C9EB8261-F520-405B-9694-8235B40EF253
  • 290974CD-97E2-455E-9941-73B0F9997E6B
  • 800D7FD8-F6ED-4EB2-B141-653DA0360FE6
  • EA321379-6F18-48B5-A676-355C7607B59A
  • 0741CFBA-0D8F-4AA6-8F32-6676B4769C1E

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (16.4.): 7
  • Sl. sólarhring: 9
  • Sl. viku: 51
  • Frá upphafi: 187079

Annað

  • Innlit í dag: 7
  • Innlit sl. viku: 49
  • Gestir í dag: 7
  • IP-tölur í dag: 7

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband