Dauđans óvissi tími: Ţráinn Bertelsson

image

"Hvernig gat hann vitađ ţetta"?, hugsa ég núna. Ég er ađ lesa bók Ţráins, Dauđans óvissi tími, í annađ sinn. Í fyrra skiptiđ sem ég las hana (2004) fannst mér hún vera spennandi glćpasaga. Núna les ég hana meira sem sögulega skáldsögu um Útrásina í ađdraganda HrunsinS. 

Í bókinni er sagt frá hinum geđţekka rannsóknalögreglumann, Víkiingi og samstarfsfólki hans. Ţađ er veriđ ađ rannsaka tvö morđ. Í öđru tilviki er um ađ rćđa aldrađan mann sem er úti međ barnabörnin sín í ţann mund sem veriđ ađ rćna banka. Í hinu tilvikinu finnst illa útlítandi lík af manni sem tengist fjármálageiranum. En tengjast ţau?

Eins og ég sagđi hér á undan, er ţetta engin venjuleg glćpasaga. Ţetta er lykilskáldsaga ţar sem margar persónur líkjast mjög persónum sem viđ ţekkjum af umfjöllun í fjölmiđlum. Ýmist hátt settum persónum í stjórnmálaheiminum eđa úr fjármálageiranum, en ţćr heita öđrum nöfnum. Ţađ er ekki nóg međ ađ ţessar persónur séu hlćgilega líkar raunverulegum persónum, atburđarásin er líka nauđalík ýmsu sem viđ könnumst viđ. Hluti af skemmtilegheitum er ađ ráđa í hver er hver. 

En ţetta er ekki bara saga um hvítflibbaglćpamenn, í sögunni er líka sagt frá tveimum drengjum, sem kynntust á međferđarheimili og verđa í gegnu erfiđa sameiginlega reynslu einskonar fóstbrćđur. Drengirnir heita Ţormóđur og Ţorgeir og ţađ er sjálfsagt engin tilviljun ađ athćfi ţeirra minnir meira en litiđ á nafna ţeirra í Fóstbrćđrasögu, ţađ er ađ segja hvernig ţeir gćtu hagađ sér í nútímasamfélagi. 

Bókin hefst á ţví ađ segja frá Haraldi Rúrikssyni sem fer í víking í austurveg eftir ađ hafa sett skipafélag á hausinn sem dró međ sér banka í fallinu. Haraldur auđgast vel ađ hćtti víkinga og getur í krafti auđćfa sinn keypt stöndugan banka hér heima. 

Ţeim fóstbrćđrum gengur ekki eins vel ađ komast í efni og ráđast í ađ rćna banka til ađ eiga fyrir útborgun í líkamsrćktarstöđ. 

Bókin er afar vel skrifuđ, svo vel ađ oft á tíđum sér mađur atburđarásina fyrir sér eins og sviđsetningu í leikhúsi eđa í bíómynd. Stundum tekst höfundi svo vel upp ađ ég hló upphátt, en ţađ geri ég ekki oft viđ lestur. Ekki spillir ađ persónurnar á bak viđ sögupersónurnar eru enn virkar 12 árum seinna í athafna- og stjórmálalífi og hafa lítiđ breyst. Mig langar ađ taka lítiđ dćmi um hversu bókin á enn vel viđ. Ţórhildur réttarlćknir, en hún er gift Víkingi, útskýrir fyrir manni sínum hver sé hin rétta skilgreining á psýkópat.

Endursögn:

Sjúkdómurinn er greindur út frá lista ţar sem ákveđnir eiginleikar ţurfa ađ vera til stađar, allir en ekki bara einhverjir. Ţetta er nefnilega heilkenni segir Ţórhildur.Einkennin eru:

Tilginningalega og eđa í samskiptum er geđvillingur tungulipur og yfirborđslegur. 

Hann er sjálfhverfur og hefur háar hugmyndir um sjálfan sig, skortir iđrun eđa sektartilfinningu, skortir hluttekningu. 

Hann er svikull og stjórnsamur. 

Hann hefur grunn tilfinningaviđbrögđ. 

Félagsleg frábrigđi sem einkenna geđvillinginn eru ţau ađ hann er fljótfćr, kann illa ađ stjórna hegđun sinni, ţarf á spennu ađ halda, skortir ábyrgđ. 

Hegđunarvandi kemur snemma í ljós hjá geđvillingum.   

En sagan er ekki bara fyndin og spennandi, hún er líka sorgleg, ţegar mađur hugsar til örlaga drengjanna af međferđarstofnuninni, sem átti ađ bćta ţá. Hún er líka grimm ádeila á samfélag sem er orđiđ svo ţróađ ađ ţađ er lítiđ upp úr ţví ađ hafa ađ rćna banka utan frá. Ţađ gera bara smákrimmar. Alvöruglćpamenn rćna banka innan frá og hafa rétt sambönd. 

Myndin er barnateikning efti son minn. Birt án leyfis.

 

 

 


Bloggfćrslur 11. júní 2016

Um bloggiđ

Bergþóra Gísladóttir

Höfundur

Bergþóra Gísladóttir
Bergþóra Gísladóttir
Ekki bráðung og hef komið víða við því ég er frekar dýr en planta.
Apríl 2024
S M Ţ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • C9EB8261-F520-405B-9694-8235B40EF253
  • 290974CD-97E2-455E-9941-73B0F9997E6B
  • 800D7FD8-F6ED-4EB2-B141-653DA0360FE6
  • EA321379-6F18-48B5-A676-355C7607B59A
  • 0741CFBA-0D8F-4AA6-8F32-6676B4769C1E

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.4.): 13
  • Sl. sólarhring: 15
  • Sl. viku: 77
  • Frá upphafi: 187161

Annađ

  • Innlit í dag: 9
  • Innlit sl. viku: 67
  • Gestir í dag: 8
  • IP-tölur í dag: 8

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband