Ljós augna minna: Trabant eða Benz

image

Í dag tók ég mér frí frá pólitísku vafstri og fór í bókaðan tíma á Augndeild Landsspítalans til að fara í augnsprautur, nú í bæði augun samtímis. Ég hef verið þarna fastagestur í nokkur ár, alveg síðan að minn góði augnlæknir greindi hjá mér illvígan sjúkdóm, hrörnun í augnbotnum. Hann er ólæknandi en það er hægt að halda honum niðri, hægja á honum, með lyfjagjöf. Mér líður vel á Augndeildinni, andrúmsloftið er notalegt, meðan ég bíð eftir að deyfingin virki, hlusta ég á umhyggjuna í rödd kvennanna sem eru að tala við hina sjúklingana. 

Ég bíð og einset mér að nota það sem ég hef lært hjá yogakennaranum mínum, hugleiða, dvelja í núvitund, til að minnka kvíðann fyrir stungunni. Það gengur þokkalega, ég einbeiti mér að því að anda djúpt, kyrra hugann með því að hugsa ekki. Í stað þess að staðnæmast í hugsun, á maður að gæta sín á að fara ekki inn í hana, ekki að kryfja neitt, ekki plana, ekki spyrja sjálfan sig, ekki svara, ekki plana neitt. Í stað þess á maður að leyfa hugsununum að renna í gegn, maður á að taka eftir þeim og klappa þeim á kollinn, kannast við þær og segja. Þarna ertu sorg, þarna ertu reiði, ég kannast við ykkur. Óþolinmæði, kvíði, gleði, fyndni, ég þekki ykkur líka, ég ætla ekki að sinna ykkur núna, ég er að hugleiða. Þetta er gaman.

Hugleiðslan á Augndeildinni, gekk vel, sömuleiðis sprauturnar. Á heimleiðinni hugsaði ég bæði reið og sorgmædd til þess að enn hefur ekki fengist samþykkt fyrir besta lyfinu fyrir augun mín. Ég er á biðlista fyrir þetta lyf og mér finnst ég hafa beðið of lengi.

Þegar augnlæknirinn minn greindi mér frá því að hann hygðist sækja um þetta lyf og ég spurði hann, hvort hann gæti sagt mér hver munurinn væri á því og því sem ég fæ núna. Hann sagði:

" Þetta er svona nokkurn veginn eins og munurinn á Trabant og Benz. Ég er vanur að útskýra þetta svona, því þá skilur fólk mig". Ég brosti innan i mér og ákvað að hugsa ekki upphátt. Ég hef nefnilega mikla reynslu af Trabant en Benz þekki ég ekki. Kannski verða það örlög mín að fá aldrei að vita það, ekki einu sinni með lyfjagjöf.

Reyndar hafði ég ágæta reynslu af Trabant, hann var góður til síns brúks. En ég hefði viljað fá Benz fyrir augun mín.  

 


Bloggfærslur 7. apríl 2016

Um bloggið

Bergþóra Gísladóttir

Höfundur

Bergþóra Gísladóttir
Bergþóra Gísladóttir
Ekki bráðung og hef komið víða við því ég er frekar dýr en planta.
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • C9EB8261-F520-405B-9694-8235B40EF253
  • 290974CD-97E2-455E-9941-73B0F9997E6B
  • 800D7FD8-F6ED-4EB2-B141-653DA0360FE6
  • EA321379-6F18-48B5-A676-355C7607B59A
  • 0741CFBA-0D8F-4AA6-8F32-6676B4769C1E

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.4.): 10
  • Sl. sólarhring: 15
  • Sl. viku: 74
  • Frá upphafi: 187158

Annað

  • Innlit í dag: 6
  • Innlit sl. viku: 64
  • Gestir í dag: 5
  • IP-tölur í dag: 5

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband