Plötusnúđur Rauđa hersins: Wladimir Kaminer

image

Var ađ ljúka viđ bókina Plötusnúđur Rauđa hersins eftir Wladimir Kaminer. Hún var skemmtileg og ţađ  kom mér ekki á óvart. Ţetta er fyrsta bókin sem ég les eftir hann á íslensku en ég á nokkrar bćkur eftir hann á ţýsku og hef stautađ mig í gegnum ţćr í viđleitni minni viđ ađ lćra  ţađ eđla mál. Ţćr hafa allar veriđ skemmtilegar. Oft stýra tilviljanir miklu í lífinu og ţađ er gaman ađ virkja góđar tilviljanir. 

Ástćđuna fyrir ţví ađ ég ţekki til Kaminers má rekja til ţess ađ sonur minn var ađ lćra rússnesku og hann hafđi frétt af ţví ađ einhver Rússi ćtlađi ađ lesa upp úr bók í Máli og Menningu. Ég slćddist međ honum inn og ţar var ungur mađur, nokkurs konar uppistandari, fannst mér ađ romsa upp úr sér á ţýsku. Líklega hefur hann veriđ ađ lesa einmitt úr ţessari bók. Ţetta er ágiskun ţví ég skildi takmarkađ, ţví ţetta var áđur en ég fór ađ taka mér tak viđ ţýskuna. Ég skildi ţó meira en ég hefđi gert ef mađurinn hefđi talađ rússnesku. En ţetta varđ til ţess ađ ég keypti nokkrar bćkur eftir ţennan rússneska Ţjóđverja. 

Kaminer er Rússi sem skrifar á ţýsku. Hann er fćddur 1967 í Moskvu í, Sovétríkjunum. Bókin Plötusnúđur Rauđa hersins, er sjálfsćvisöguleg og segir frá lífi hans og uppvexti í Sovét. Bókinni líkur ţar sem segir frá ferđalagi hans til Berlínar, ţar sem hann síđan settist ađ og býr nú. Hann lýsir sér sem uppátćkjasömum strák. Hann hefur strax í barnaskóla einhvers konar ástríđu fyrir ţví ađ koma fram og spinna upp sögur. Hann er prakkari og kemst upp međ ţađ ţangađ til hann er stađinn ađ verki. Hann er valinn sem fulltrúi síns skóla í upplestrarkeppni og tređur upp og flytur ljóđ eftir Jevtusjenkó međ tilţrifum. En ljóđiđ var bara ekki eftir skáldiđ, ţađ var spuni. Dómnefndarmenn elítunnar í Moskvu voru of glöggir. Skólastjórinn fékk áminningu og drengnum var vísađ úr skóla. Ţađ ţótti honum reyndar ágćtt. Hann var frjáls.

Kaminer lýsir foreldrum sínum sem grandvörum sovétborgurum, ţau eru bćđi opinberir starfsmenn. Fađir hans hefur sótt um ađild ađ flokknum en ekki fengiđ. Ţau eru í öngum sínum og vita ekki hvađ eigi ađ gera viđ ţennan iđjuleysingja, son sinn. Höfundur segir síđan mistrúlegar sögur af sjálfum sér og félögum sínum sem lifa einhvers konar Sovét-hippalífi, eiginlega ekki svo ólíkt ţví sem viđ sjálf könnumst viđ. Ţó misjafnlega náiđ. Eini munurinn er ađ ţessir unglingar eru í uppreisn gegn flokknum, kommúnistum. 

Ţetta er skemmtilega sögđ saga. Ţessi ungi Wladimir er ekki bara međ frásagnargáfu, hann er fjöllistamađur og er sagđur einhver mikilhćfasti sérfrćđingur í Sovétpoppi. Eftir ađ hann settist ađ í Berlín stóđ hann fyrir lifandi menningarstarfi, upplestrarkvöldum rithöfunda. 

Ég mćli međ ţessum höfundi, hann kemur manni í gott skap, ekki veitir af. Sérstaklega ţótti mér gaman ađ Meine kaukasische Schwiegermutter og Meine russischen Nachbarn.

 


Bloggfćrslur 3. apríl 2016

Um bloggiđ

Bergþóra Gísladóttir

Höfundur

Bergþóra Gísladóttir
Bergþóra Gísladóttir
Ekki bráðung og hef komið víða við því ég er frekar dýr en planta.
Apríl 2024
S M Ţ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • C9EB8261-F520-405B-9694-8235B40EF253
  • 290974CD-97E2-455E-9941-73B0F9997E6B
  • 800D7FD8-F6ED-4EB2-B141-653DA0360FE6
  • EA321379-6F18-48B5-A676-355C7607B59A
  • 0741CFBA-0D8F-4AA6-8F32-6676B4769C1E

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.4.): 2
  • Sl. sólarhring: 19
  • Sl. viku: 66
  • Frá upphafi: 187180

Annađ

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 52
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband