Að lesa Ævintýri góða dátans Svejks: Sagan er alltaf eins og ný

image

INNGANGUR 

Þessi lestur minn á bók Jaroslavs Hasek (1883-1923) um Góða dátann bar að fyrir tilviljun eða mistök. Ég var að lesa Veröld sem var, eftir Stefn Zweig (sem hljóðbók) og langaði til að hafa við höndina prentað eintak. Bókin var ekki inni og ég legg inn pöntun. Nokkru síðar var hringt til mín og mér sagt að bókin biði mín á safninu. Góð þjónusta. Þegar ég kom á staðinn beið mín bók sem ég kannaðist ekki við að ég hefði nokkurn tíma pantað. Fyrst varð ég dálítið ringluð en svo skildi ég ruglinginn og tók bókina og reyndar Veröld sem var líka, sem nú var inni. Með þetta hjólaði ég heim. Ég var löngu búin með Veröld sem var og í miðjum klíðum að lesa Jón Kalman en ég fletti nýfengnu bókinni og skoðaði myndirnar, rétt sí sona. 

Nú, þetta er í þriðja sinn sem ég les þessa bók auk þess hef ég séð Góða dátann í leikhúsuppfærslu. Hún er aldrei eins. Fyrst las ég hana sem unglingur og við vorum fleiri á bænum, sem lásum hana og skiptumst á bröndurum. Næst las ég hana sem fullþroska kona, hélt ég. Ég var óþolinmóð og fannst hún langdregin. Þá velti ég alvarlega fyrir mér hvers vegna þessi bók þætti svo góð sem raun ber vitni. Þetta þorði ég þó ekki að tala um við nokkurn mann. 

NÚNA

Það setur bókina óneitanlega í sérstakt samhengi að lesa um Góða dátann Svejk í framhaldi af Veröld sem var. Sagan kemur meira við mig. Núna veit ég ekki hvort ég á að lesa hana sem safn af óteljandi aulabröndurum, ádeilu eða langdregna harmsögu. Í þetta sinn er það þó harmsagan sem yfirskyggir. Og það er ekki bara út af Veröld sem var heldur  líka út af öllum heimsins styrjöldum, gömlum og nýjum. Stríð umlykja okkur og þó eru þau svo undarlega fjarri. 

LOKAORÐ

Ég ætla ekki einu sinni að gera tilraun til að rekja efni þessarar sögu, hún kom út í áföngum á árunum 1920 til 1923. Höfundurinn lést frá frá bókinni ólokinni. Það er sagt að hún hafi átt að verða 6 binda verk en bókin sem við þekkjum samsvarar þremur bindum. Svejk er enn á leið á vígvöllinn. Bókin er grimm háðsádeila á stríð og er því miður enn mjög þörf. Ekki spillir það vinsældum verksins að hún er með myndum sem auka enn á fáránleikatilfinninguna sem fylgir því að lesa um þessa sérstöku hetju. Myndirnar eru eftir Josef Lada, sem var verðlaunaður teiknari í heimalandi sínu.

Mér finnst þetta góð bók, þó veit ég fyrir víst að það er ekki á færi Íslendinga að skilja stríð, sem betur fer. Við höfum aldrei upplifað stríð, bara grætt á þeim, nú erum við í hernaðarbandalagi sem gætir okkar og okkur kemur ekki við hvað það gerir.

Bókin kom fyrst út á Íslandi (1943-1944). Hún er þýdd af Karli Ísfeld og er á kjarngóðri íslensku. Ekki veit ég úr hvaða tungumáli, né hversu þýðingin er trú frumtextanum. En þetta er frábær lesning. 

Myndin er af Góða dátanum Svejk á leið í að láta skrá sig í stríðið 


Bloggfærslur 21. apríl 2016

Um bloggið

Bergþóra Gísladóttir

Höfundur

Bergþóra Gísladóttir
Bergþóra Gísladóttir
Ekki bráðung og hef komið víða við því ég er frekar dýr en planta.
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • C9EB8261-F520-405B-9694-8235B40EF253
  • 290974CD-97E2-455E-9941-73B0F9997E6B
  • 800D7FD8-F6ED-4EB2-B141-653DA0360FE6
  • EA321379-6F18-48B5-A676-355C7607B59A
  • 0741CFBA-0D8F-4AA6-8F32-6676B4769C1E

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (16.4.): 4
  • Sl. sólarhring: 8
  • Sl. viku: 48
  • Frá upphafi: 187076

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 46
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband