Nám og kennsla: Hvað situr eftir?

image

"Þið verðið ekki þreytt af því sem þið gerið krakkar mínir, þið verðið þreytt af því sem þið gerið ekki, því sem þið eigið eftir að gera." Þetta sagði minn gamli skólameistari við okkur nemendur sína í ræðu á Sal (það var kallað svo)í MA. Þetta var einhvern tíma á milli 1960 og 1964 og ég sé hann enn fyrir mér, hvernig hann stóð, ekki hár í lofti og lagði áherslu á orð sín með því að núa saman höndunum á sinn sérstaka hátt. Ég er ekki alveg viss um að hann hafi sagt "krakkar", kannski sagði hann nemendur. En ég vissi það sem hann sagði var rétt. Þórarinn kenndi mér aldrei mikið en ég var svo heppin að læra hjá honum latínu, þennan eina vetur sem ég lærði latínu. Hann var góður kennari. En nú hefur latínan skolast burt en myndin af þessum vitra manni stendur eftir. 

Annað dæmi um nám og gleymsku er úr Kennaraskólanum (1968 til 1969)og þá stóð annar maður í pontu, Broddi Jóhannesson. Broddi var þá skólastjóri og kenndi okkur lítið. Ég held að hann hafi ekki haft neina tíma á stundaskrá í okkar bekk. En hann talaði oft við okkur og það sem ég man best úr kennaranáminu er það sem Broddi sagði. Einhverju sinni tók hann að sér að kenna okkur inngang að sálarfræði, en Broddi var sjálfur sálfræðingur. Hann talaði um skilningarvitin. Þegar hann hafði lokið umfjöllun um þessi klassísku skilningarvit,sjón, heyrn, ilman, smekkur og tilfinning, bætti hann við að sér fyndist að það mætti bæta tveimur skilningarvitum við. Það var skynjun á náttúru og skynjun á list. Síðan rökstuddi hann mál sitt og það gerði hann á svo sannfærandi hátt að ég trúði honum og trúi enn. Þannig á minn góði skólastjóri, sinn þátt í að ég hef leitast við að halda þessum tveimur skilningarvitum opnum. 

En af hverju er ég að segja frá þessu núna?

Ég held að svarið sé tvíþætt. Annars vegar langar mig til gefa öðrum gjöf sem mér var gefin. Hins vegar langar mig til að benda á að nám og kennsla er flókið fyrirbæri.

Eitt er ég þó viss um. Kennarar sem gefa af sjálfum sér eru oftast góðir kennarar. 

Myndin er sótt í Carminu. Hún er eftir Jóhönnu Bogadóttur 

 


Bloggfærslur 4. febrúar 2016

Um bloggið

Bergþóra Gísladóttir

Höfundur

Bergþóra Gísladóttir
Bergþóra Gísladóttir
Ekki bráðung og hef komið víða við því ég er frekar dýr en planta.
Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Nýjustu myndir

  • C9EB8261-F520-405B-9694-8235B40EF253
  • 290974CD-97E2-455E-9941-73B0F9997E6B
  • 800D7FD8-F6ED-4EB2-B141-653DA0360FE6
  • EA321379-6F18-48B5-A676-355C7607B59A
  • 0741CFBA-0D8F-4AA6-8F32-6676B4769C1E

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.3.): 1
  • Sl. sólarhring: 10
  • Sl. viku: 54
  • Frá upphafi: 186944

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 46
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband