Lauflétt sumarlesning: Glæpur og refsing

Ekki veit ég hvað er átt við með, lauflétt sumarlesning en ég hef hvað efir annað heyrt þetta notað í auglýsingum um bækur sem menn ættu að taka með sér í fríið. Árstíðirnar hafa lítil áhrif á bókaval mitt og auglýsingar hreyfa ekki við mér. Oftar en ekki ræður því  tilviljun. 

Í sumar hef ég setið föst í Dostojevskí, þó með nokkrum útúrdúrum. Þegar ég var búin með Karamazov bræðurna og Fávitann og Glæpur og refsing við. Ég lauk við hana í gær.  Ég hef gert nokkrar atrennur að Dostojevskí, en útkoman er aldrei sú sama. Slíkt er einkenni á góðum bókum. 

Það sem heillaði mig við lesturinn í þetta skiptið, var ekki sjálf atburðarásin, glæpurinn og refsingin, heldur hvernig skáldið málar upp myndir af umhverfinu og skapar persónur. Ég sé Pétursborg þessa tíma fyrir mér og mér finnst ég þekkja þetta fólk. Sumar vettvangsmyndirnar eru eins og málverk. Ég veit að tímarnir hafa breyst, það eru ekki lengur hestvagnar á götunum og það er komið rafmagn en mér finnst folkið vera eins og fólkið í dag, mér finnst eins og ég gæti rekist á það. 

Dostojevskí byggir karekterlýsingar sínar mikið á samtölum. E.t.v væri stundum réttara að tala um einræður, því menn tala lengi og mikið. Höfundur gefur persónum sínum mikið pláss. Það merkilega (eða ómerkilega) við þessi samtöl er að fólk er að tala um nákvæmlega það sama efni og við erum að tala um í dag. Við eru stödd á sömu slóðum. Stundum finnst mér Dostojevskí tala beint inn í umræðu dagsins. Það var óneitanlega undarleg tilviljun og daginn eftir að ég les rökstuðning Svirdigailov (1. kafli í bindi II) um að karlmenn sem leiðist út í að beita valdi og nauðga séu í raun fórnarlömb, les ég umræðu um að til stæði að fá hingað til dæmdan nauðgara til að halda fyrirlestur.

Nú ætla ég að taka mér frí frá Dostojevskí og ég mun sakna hans. Ég hef þegar hafið lestur á bók sem einnig fjallar um glæp og refsingu, þ.e. bókin Náðarstund eftir Hannah Kent. Báðar þessar bækur fjalla um morð. Í bók Dostojevskís eru myrtar tvær konur í bók Hannah Kent eru það tveir karlmenn. Og í báðum tilvikum stóð til að drepa einungis einn, seinna morðið var ill nauðsyn, til að losa sig við vitni.  Það er ósanngjarnt bera Hannah Kent saman við skáldrisanm Dostojevskí. Þetta er hennar fyrsta bók.

 


Bloggfærslur 20. júlí 2015

Um bloggið

Bergþóra Gísladóttir

Höfundur

Bergþóra Gísladóttir
Bergþóra Gísladóttir
Ekki bráðung og hef komið víða við því ég er frekar dýr en planta.
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • C9EB8261-F520-405B-9694-8235B40EF253
  • 290974CD-97E2-455E-9941-73B0F9997E6B
  • 800D7FD8-F6ED-4EB2-B141-653DA0360FE6
  • EA321379-6F18-48B5-A676-355C7607B59A
  • 0741CFBA-0D8F-4AA6-8F32-6676B4769C1E

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 58
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 56
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband