Norwegian by night

Nú stendur svo undarlega á í lífi mínu að ég er föst í þremur bókum samtímis. Það er eðlilegt. Eina er ég að lesa fyrir bókaklúbbinn (Köttur og mús: Günter Grass), aðra vegna þess að ég get ekki yfirgefið Rússland og 19. öldina (Fávitinn: Dostojevskí), en sú þriðja er í símanum mínum og ég hlusta á hana í strætó og þegar ég skokka. En ég ætla að bara tala um hana hér. 

Hún heitir Norwegian by night og er eftir Derek B. Miller. Ég fékk þessa bók með símanum og vissi ekkert um höfundinn enda kannski ekki von því þetta er fyrsta bókin hans. 

Aðalpersóna bókarinnar er 82 ára, Bandaríkjamaður, sem er nýbúinn að missa konuna. Hann er einstæðingur og flytur með sonardóttur sinni til Noregs. Þessi stúlka er reyndar nokkurs konar dóttir, því hún er alin upp hjá afa sínum og ömmu. 

Fyrsta hugsun mín, þegar ég byrjaði að lesa þessa bók, var hvort gamlingjsögur væru að komast í tísku. Kannski er það? En þessi gamlingi,er 82 ara en hann hefur líka verið ungur. Þegar þarna er komið sögu, dvelur hugur hans oft í fortíðinni og hann talar við dáið fólk. Konan hans, sem nú er dáin,  hélt að e.t.v. væri hann kominn með Alzheimer og það er m.a. þess vegna sem sonardóttirin drífur í að taka hann með til Ósló. 

Gamlingjasaga eður ei? Fljótlega upphefst æsispennandi atburðarás. Það er framið morð, unga konan í næstu íbúð er myrt en sonur hennar felur sig inn í skáp og gamli maðurinn er einn heima. Hann vill bjarga þessum dreng.

Horowitz, sem er gyðingur, þekkir stríð. Kynslóð foreldra hans fylgdist á sínum tíma með örlögum gyðinga í Evópu. Hann var sjálfur of ungur til að berjast í síðari heimsstyrjöldinni og skráði sig síðar í Kóreustríðið. Fyrir föðurlandið, eða þannig lítur hann á þetta. Sonur hans skráir sig í Víetnam stríðið og fellur þar. Allt þetta rifjar gamli maðurinn upp þegar hann flýr Ósló með litla drenginn sem hann er að bjarga undan morðingja sem enn er fastur í stríði (Kosovo) sem þó er búið.  Samtímis gerir þessi gamli maður upp líf sitt. Hann finnur til sektar. 

Þetta er bók með boðskap. Stríð er óhugnaður, ekki hetjuskapur. Þetta sér þessi gamli maðu en það fullseint. En þetta er sem sagt spennandi bók. Hún er byggð upp sem reifari en málfarið er bókmenntalegt. 

Ég var hrifin af þessari bók, hún er afdráttarlaus þegar hrottaskapur og tilgangsleysi stríðs eru máluð upp. Höfundurinn er vel heima í því sem hann er að fjalla um. Engu að síður var ég ekki sátt. Þrátt fyrir alla gagnrýnina, æpir vöntun á gagnrýni höfundar á þætti Ísraels í því sem nú er að gerast á lesandann. Eða missti ég af einhverju? Það er öðru vísi að hlusta en lesa. 

Eftir 9 ár verð ég 82 ára og ég tala mikið við dáið fólk. Það er með mér. En mitt fólk hefur hefur aldrei barist í stríði ef lífsbaráttan er undantekin. Það er gott.

En ég mæli með þessari bók. 


Bloggfærslur 10. maí 2015

Um bloggið

Bergþóra Gísladóttir

Höfundur

Bergþóra Gísladóttir
Bergþóra Gísladóttir
Ekki bráðung og hef komið víða við því ég er frekar dýr en planta.
Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Nýjustu myndir

  • C9EB8261-F520-405B-9694-8235B40EF253
  • 290974CD-97E2-455E-9941-73B0F9997E6B
  • 800D7FD8-F6ED-4EB2-B141-653DA0360FE6
  • EA321379-6F18-48B5-A676-355C7607B59A
  • 0741CFBA-0D8F-4AA6-8F32-6676B4769C1E

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.3.): 1
  • Sl. sólarhring: 10
  • Sl. viku: 54
  • Frá upphafi: 186944

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 46
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband