Fortíðarþrá

image

Eins og vinir mínir vita og verða að umbera, er ég haldin fortíðarþrá, ég veit ekki hvort á að segja sjúklegri fortíðarþrá. Á köflum er hún svo mikil, að við liggur að ég flytji inn í 19. öldina, sem mér finnst hún svo heillandi. Þetta er öld hugsjóna og hugmynda sem ég met mikils. Ég væri líklega löngu flutt þangað, aftur til fortíðar, ef ég vissi inn í hvaða stétt ég myndi lenda. Það verður nefnilega að viðurkennast, þótt okkur finnist að lítið hafi áunnist í því að bæta kjör verkalýðsins,að margt hefur áunnist. 

Í dag 1. maí, held ég mig heima vegna kverkaskíts sem aldrei ætlar að sleppa tökunum. Í staðinn fyrir að fara í kröfugöngu, les ég mér til um 1. maí.

1. maí er afkvæmi 19. aldarinnar og minnir okkur á að staða ýmiss réttinda og bætt kjör hafa ekki komið af sjálfu sér. Það sem hefur áunnist hefur fengist vegna baráttu og þrautseigju fólks sem barðist fyrir umbótum. Sögu þessa baráttudags má rekja til blóðugra átaka sem áttu sér stað á Heysölutorginu í Chicago 4. maí 1886, þegar lögreglu var att gegn fjöldafundi, fólks sem setti fram kröfuna um átta tíma vinnudag. Og átökin voru ekki einungis blóðug, eftirleikurinn var enn hörmulegri, því þessu var fylgt eftir með handtökum og aftökum. Það var framið réttarmorð. Ári seinna var fórnarlamba þessara atburða minnst 1. maí. Þessi dagur festist síðan í sessi (m.a. vegna samþykktar á fundi Alþjóðasambands verkalýðsfélaga) sem alþjóðlegur baráttudagur verkalýðsins. Einnig það kostaði baráttu.

Það er hollt að minna sig á, að forfeður- okkar og mæður hafa unnið fyrir okkur og þar er hollt að  vera þakklát. En það er ekki síður þörf á að vera vakandi fyrir því baráttumálum dagsins í dag, sem mér finnst allt of oft einkennast af því að þurfa að vera varnarbarátta. 

Nú tíðkast mikið að tala niður allt pólitískt starf og sér í lagi starf verkalýðsfélaga og félagshyggjufólks.  Hversu oft heyrist ekki, það sé sami rassinn undir þeim öllum. Þegar illa gengur er forystumönnum á vinstri væng kennt um. Það er ekki tekið með í reikninginn að andstæðingarnir (ég meina það) hafa haft lag á að skipuleggja sig í sínum herbúðum og brýna vopnin. Um leið eru þeir alveg tilbúnir til að njóta allra þeirra hagsbóta sem verkalýðsstéttin hefur komið á. Hefur einhver heyrt um hægri mann sem ekki finnst sjálfsagt að sækjast eftir stjórnunarstörfum hjá ríki og sveitarfélögum, sem eru í raun rekin fyrir almannafé? 

Verum vakandi og stöndum saman. 

Sýnum samstöðu um að berjast fyrir mannsæmandi kjörum og stöndum vakt um að láta ekki rífa niður velferðarkerfið. 


Bloggfærslur 1. maí 2015

Um bloggið

Bergþóra Gísladóttir

Höfundur

Bergþóra Gísladóttir
Bergþóra Gísladóttir
Ekki bráðung og hef komið víða við því ég er frekar dýr en planta.
Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Nýjustu myndir

  • C9EB8261-F520-405B-9694-8235B40EF253
  • 290974CD-97E2-455E-9941-73B0F9997E6B
  • 800D7FD8-F6ED-4EB2-B141-653DA0360FE6
  • EA321379-6F18-48B5-A676-355C7607B59A
  • 0741CFBA-0D8F-4AA6-8F32-6676B4769C1E

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.3.): 1
  • Sl. sólarhring: 10
  • Sl. viku: 54
  • Frá upphafi: 186944

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 46
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband