Aftur til fortíðar

image

Þótt nú sé endalaust rætt um að lifa í núinu, stend ég mig stöðugt að því að dveljast á öðrum tímaskeiðum. Ég lifi að vísu í núinu en ekki á rauntíma. Ég hef nú um nokkurt skeið valið mér 19. öldina og finnst hún svo spennandi. Þetta er öld nýrra og mililvægra óspilltra uppgötvana. Það er búið að finna upp sósíalisma ef það er hægt að segja svo en ekki búið að klúðra honum. Kvenréttindi eiga vinsældum að fagna sem hugmynd og útfærslan er bara eftir. Fólk sér tæknilegar framfarir sem upplagt tækifæri til að auka velsæld alþýðunnar.

Fólk hefur tíma til að slúðra, halda framhjá og vera ástfangið. Og best af öllu er að það er ekki kominn Sími hvað þá snjallsímar og ekki sjónvarp. 

Ég hef sem sagt dvalið með Dostojevskí og Tolstoj (Karamazovbræðurnir og Anna Karenina)í Rússlandi. Ég get ekki að því gert að bera þá saman. Tolstoj skrifar um fína fólkið en Dostojevskí um minna fínt fólk, ég finn mig betur í félagsskap þess síðarnefnda. 

Þetta hefur ekki verið svo galin föstu- og páskalesning. Það er mikið rætt um trúmál, það þykir sjálfsagt. Og svo heldur fólk að það sé nóg að sjá kvikmyndina. Nei, maður þarf að lesa þetta vandlega frá orði til orðs. Og þjást. 

Ég er ekki viss um að ég vilji snúa aftur. 

 

 


Bloggfærslur 7. apríl 2015

Um bloggið

Bergþóra Gísladóttir

Höfundur

Bergþóra Gísladóttir
Bergþóra Gísladóttir
Ekki bráðung og hef komið víða við því ég er frekar dýr en planta.
Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Nýjustu myndir

  • C9EB8261-F520-405B-9694-8235B40EF253
  • 290974CD-97E2-455E-9941-73B0F9997E6B
  • 800D7FD8-F6ED-4EB2-B141-653DA0360FE6
  • EA321379-6F18-48B5-A676-355C7607B59A
  • 0741CFBA-0D8F-4AA6-8F32-6676B4769C1E

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.3.): 10
  • Sl. sólarhring: 10
  • Sl. viku: 63
  • Frá upphafi: 186940

Annað

  • Innlit í dag: 9
  • Innlit sl. viku: 54
  • Gestir í dag: 9
  • IP-tölur í dag: 7

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband