Stríð - ekki friður í augsýn

image

Meðan ég fylgist með fréttum af því hvernig samninganefnd ríkisins hundsar starfsfólk sitt, les ég Stríð og frið (Tolstoj). Þetta er undarleg saga um ástir og drauma ungs fólks, um misspillt hefðarfólk og um stríð sem skekur alla Evrópu.

Ég er nú þar stödd í sögunni, að orusturnar við Austerlitz og fleiri orustur eru að baki, hin svikula sátt Napóleons er líka að baki, hann hefur ráðist inn í Rússland og Rússar svara með herbragðinu, sviðin jörð.

Tolstoj er snillingur að mála upp myndir af því sem gerist og ósjálfrátt trúir maður honum. Innst inni veit ég þó að þetta hefur allt verið enn voðalegra. Einstakar lýsingar segja meira en fræðilegar samdar sögubækur. Inn á milli eru lýsandi frásagnir af því hvernig hefðarfólkið heFur ofan af fyrir sér í iðjuleysinu með veiðiferðum. Meira að segja hinn síblanki Rostov greifi verður að halda 40 hesta og 20 hestasveina til að geta brugðið sér á veiðar. 

En þetta er allt hræðilegt. Sagan er svo breið að höfundur skilur við persónur sínar þegar síst skyldi. Maður er kannski á kafi í bardaga og svo er allt í einu klippt inn í ástamál aðalborinna unglinga. Ég er miður mín að vita ekki hvernig hermönnunum reiðir af. Og á hverju lifðu bændurnir þegar búið var að brenna þorpin?

Ég hef t.d. ekki hugmynd um hvernig Denisof hefur reitt af en eftir hrakfarir hans þegar hann dvaldist með liði sínu í yfirgefnu þýsku þorpi sem búið er að rústa af bæði Frökkum og síðan Rússum. Hermennirnir sultu og það varð. Það er apríl eins og nú. Hermennirnir hafa fundið rót sem þeir grafa upp til að seðja sárasta hungrið. Þessi rót er kölluð, sætrót Maju. Þeir veikjast og hrynja niður og rótinni kennt um. Hestarnir eru fóðraðir á hálmi af húsþökum. Denisof lætur sér annt um sína menn og ræðst í að taka fulllastaða birgðavagna traustataki. Sá matur var ætlaður öðrum og hann fær á sig kæru um þjófnað. Hann ber fyrir sig, að hann sé að bjarga mannslífum. Seinna lendir hann inn á herspítala, þar sem það vantar allt til alls. 

Hetjan mín í þessari bók,  Andrei reynir að koma honum til hjálpar. Lýsing hans á þjáningum sjúklinganna er hjartaskerandi. Vanræksla hernaðaryfirvalda er himinhrópandi. Og öllu þessu slær saman við fregnir ísleskra fjölmiðla um hundsun íslenskra yfirvalda á kjaradeilunni sem nú ógnar lífi fólks. Svona er að lesa Stríð og frið. 

Einhvers staðar er yfirstéttin að skemmta sér. Veiða? 

Hvað er okkar yfirstétt að gera?


Bloggfærslur 23. apríl 2015

Um bloggið

Bergþóra Gísladóttir

Höfundur

Bergþóra Gísladóttir
Bergþóra Gísladóttir
Ekki bráðung og hef komið víða við því ég er frekar dýr en planta.
Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Nýjustu myndir

  • C9EB8261-F520-405B-9694-8235B40EF253
  • 290974CD-97E2-455E-9941-73B0F9997E6B
  • 800D7FD8-F6ED-4EB2-B141-653DA0360FE6
  • EA321379-6F18-48B5-A676-355C7607B59A
  • 0741CFBA-0D8F-4AA6-8F32-6676B4769C1E

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.3.): 1
  • Sl. sólarhring: 10
  • Sl. viku: 54
  • Frá upphafi: 186944

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 46
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband