Þeim er skítsama

image

Meðan íslenska vorið kemur í áföngum, tvö skref áfram og eitt aftur á bak, les eg rússnesskar 19. aldar bókmenntir. Út undan mér fylgist ég með því sem er að gerast í þjóðmálunum hjá okkur. Bækurnar sem ég er að lesa og hef svo gaman af, fjalla ekki um rússneska alþýðu, þó henni bregði fyrir í svip. Ríkt fólk þarf þjónustufólk til allra hluta, það getur ekki einu sinni klætt sig sjálft. Bændaánauðinni hefur nýlega verið aflétt, landeigendur eiga í basli með að reka óðul sín og selja frá sér skóginn. 

Það úir og grúir af tignarheitum og titlum svo að í morgun reyndi ég að lesa mér til um merkingu þeirra, en í þeim frumskógi er auðvelt að villast. Þegar ég var búin að lesa um fursta, stórfursta, greifa og fleira og fleira, komst ég að þeirri niðurstöðu að mér nægði einföld skilgreining. "Þetta eru allt forréttindi sem ganga í arf og þau tengjast á einn eða annan hátt keisaranum".

Og allt í einu hvarflaði minn reikuli hugur til nútímans, hefur þetta eitthvað breyst? Nú er hugur minn hjá Íslendingum. Við höfum reyndar aldrei átt aðal, er sagt. En er það svo? 

Meðan verkalýðurinn sem þarf að heyja verkfallsbárattu til fá vinnuveitendur sína að samningaborðinu, frílista ráðherrarnir sig í útlöndum. Þeim er skítsama. En veiku fólki og aðstandendum þeirra er ekki sama.

Og ég sný mér aftur að yfirstéttinni í Rússlandi á 19. öldinni. Þetta er tilfinningaríkt fólk og það grætur og verður jafnvel veikt af ástarsorg. Anna Karenína er enn ekki búin að kasta sér fyrir lest, það er ekki komið að því. Og ég les áfram. 


Bloggfærslur 10. apríl 2015

Um bloggið

Bergþóra Gísladóttir

Höfundur

Bergþóra Gísladóttir
Bergþóra Gísladóttir
Ekki bráðung og hef komið víða við því ég er frekar dýr en planta.
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • C9EB8261-F520-405B-9694-8235B40EF253
  • 290974CD-97E2-455E-9941-73B0F9997E6B
  • 800D7FD8-F6ED-4EB2-B141-653DA0360FE6
  • EA321379-6F18-48B5-A676-355C7607B59A
  • 0741CFBA-0D8F-4AA6-8F32-6676B4769C1E

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.4.): 15
  • Sl. sólarhring: 15
  • Sl. viku: 79
  • Frá upphafi: 187193

Annað

  • Innlit í dag: 14
  • Innlit sl. viku: 65
  • Gestir í dag: 14
  • IP-tölur í dag: 13

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband