Ánægjuleg fýluferð

image

Daginn sem sólmyrkvinn varð, tók ég strætó sem leið liggur vesur í bæ. Ferðinni var heitið á Hótel Sögu, á landsfund Samfylkingarinnar. Ég stóð nefnilega í þeirri trú að ég væri kjörinn fulltrúi. En annað kom í ljós. Ég hafði lesið póstinn minn hroðvirknislega og skilið tilnefningu sem kjör. En á því er reginmunur. Efir smá vafstur á milli starfsmanna sem sáu um skráningu fulltrúa, neyddist ég til að gangast við heimsku minni og viðurkenna mistök mín. Ég skammaðist mín mikið. 

En það er gott veganesti að hafa hlotið þjálfun í að anda djúpt. Eftir að hafa kyngt skömm minni ákvað ég að einbeita mér að því sem væri jákvætt í stöðunni. Ég sá strax að ég hafði grætt tvo daga, ég var nefnilega búin að afþakka tvö heimboð og segja mig frá húsverkum. Það fyrsta sem ég gerði var að heimsækja vinkonu, sem ég hafði ekki séð lengi. Hún bauð mér í skoðunarferð í gróðurhúsið, að skoða plönturnar. Þær voru allar byrjaðar að teygja sig  út í vorið og ein pelagonían meira að segja komin með blóm. Á eftir fengum við okkur kaffi.

Maðurinn minn tók mér bara vel þegar ég skilaði mér óvænt heim til hans en það skipti reyndar ekki miklu máli, því ég sneri mér beint að fólkinu í kringum Karamasovbræðurna. Nú var það þagnarmunkurinn, faðir Ferapont sem var í sviðsljósinu. 

Lokaorð. Þegar ég gerði upp daginn í ljósi þessarar undarlegu uppákomu, kom nokkuð óvænt í ljós. Ég komst nefnilega að því að það var ferðin á fundinn þar sem ég átti ekki að vera, sem stóð upp úr. Meðan í vafstrinu í kringum misskilning minn stóð, hafði ég hitt ótrúlega mikið af vinum og kunningjum sem mér fannst gaman að hitta. Og ég fór að hugsa um þá mynd af fólki í pólitík sem stöðugt er haldið að okkur í gegnum net og fjölmiðla. Það er því miður neikvæð mynd. Fólk í pólitík er oft ósammála á milli flokka og innan flokka. Það er eðlilegt. En þetta er yfirleitt duglegar og vel meinandi manneskjur. En það sem skiptir mestu máli er að vera heiðarlegur og segja sannleikann. 

Svona var nú þessi ferð. Næst mun ég segja ykkur meira frá föður Ferapont.


Bloggfærslur 21. mars 2015

Um bloggið

Bergþóra Gísladóttir

Höfundur

Bergþóra Gísladóttir
Bergþóra Gísladóttir
Ekki bráðung og hef komið víða við því ég er frekar dýr en planta.
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • C9EB8261-F520-405B-9694-8235B40EF253
  • 290974CD-97E2-455E-9941-73B0F9997E6B
  • 800D7FD8-F6ED-4EB2-B141-653DA0360FE6
  • EA321379-6F18-48B5-A676-355C7607B59A
  • 0741CFBA-0D8F-4AA6-8F32-6676B4769C1E

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.4.): 14
  • Sl. sólarhring: 18
  • Sl. viku: 78
  • Frá upphafi: 187192

Annað

  • Innlit í dag: 13
  • Innlit sl. viku: 64
  • Gestir í dag: 13
  • IP-tölur í dag: 12

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband