Fyrirferðarmikil fjölskylda

Loksins varð  bókaklúbburinn minn við ósk minni að við læsum saman Karamazovbræðurna, en þó var sú ósk sett fram þegar á fyrsta fundi okkar. Nú er það ekki svo, að ég hafi ekki lesið bókina, því þetta er a.m.k. í fjórða sinn, sem ég sem ég tek þessa fyrirferðarmiklu fjölskyldu inn á heimili mitt.  En mig langaði til að fá tækifæri til að ræða hana við aðra til að öðlast betri skilning á karakterunum svo ég tali nú ekki um boðskapinn. Það er skemmtilegra að lesa góðar bækur en vondar og það gerir ekkert til þótt þær séu gamlar, því það sem einkennir góðar bækur er að maður getur lesið þær aftur og aftur. Maður kynnist alltaf nýjum hliðum á bókunum, karakterunum og á sjálfum sér. Þannig er nú það.

Bókin er sú sama en maður hefur sjálfur breyst og svo les maður bókina við nýjar aðstæður. Nú veit ég ekki hvort, þú lesandi minn,ert kunnugur Karamazovfeðgunum, en ef þú hefur ekki kynnst þeim nú þegar, ættir þú að stofna til kunningsskapar við þá.  

Í þetta skipti hefur athygli mín beinst sérstaklega að pabbanum, Fjodor Karamazov. Hann er óþokki, ræfill og óreglumaður sem hefur ekki stjórn á eigin lífi. En merkilegt nokk heppnast fjármálagerningar hans ævinlega. Hann leggur stund á flesta lesti sem voru þekktir á þeim tíma og þessir lestir eru reyndar ekki svo ólikir löstunum okkar.  

Nú vildi svo til að ég var stödd í kaflanum um heimsókn feðganna í klaustrið, til öldungsins Zosima, þegar umræður um bréf utanríkisráðherra stóðu sem hæst. Að sjálfsögðu lituðu þessar aðstæður upplifun mína á textanum og gæddi umræðuna um bréfið nýrri merkingu. 

Það er í þessum kafla sem höfundur lýsir loddaranum og lygaramum Fjodor og það er nokkurn veginn svona:

- Þegar Fjodor hafði logið, vissi það sjálfur og vissi að allir vissu það, færðist hann allur í aukana og bætti í lygarnar. Vildi þannig sanna uppspunann með enn meiri uppspuna. - 

Alveg fannst mér þessi lýsing í takt við ýmislegt sem ég hef séð og heyrt í pólitík nú á síðustu og verstu tímum. 

 En þetta með lygina var nú bara útúrdúr. Bókin er listaverk og það er þýðing Ingibjargar Haraldsdóttur líka. Ég hef ekki lesið eins góða bók síðan ég las Biblíuna. 

Best þykir mér þó hversu löng hún er og að ég er enni ekki hálfnuð með fyrra bindið.


Bloggfærslur 18. mars 2015

Um bloggið

Bergþóra Gísladóttir

Höfundur

Bergþóra Gísladóttir
Bergþóra Gísladóttir
Ekki bráðung og hef komið víða við því ég er frekar dýr en planta.
Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Nýjustu myndir

  • C9EB8261-F520-405B-9694-8235B40EF253
  • 290974CD-97E2-455E-9941-73B0F9997E6B
  • 800D7FD8-F6ED-4EB2-B141-653DA0360FE6
  • EA321379-6F18-48B5-A676-355C7607B59A
  • 0741CFBA-0D8F-4AA6-8F32-6676B4769C1E

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.3.): 2
  • Sl. sólarhring: 9
  • Sl. viku: 55
  • Frá upphafi: 186945

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 47
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband