Enginn kunni að lesa bækurnar

Þegar ég bjó á Blönduósi, leit ég oft við á bókasafninu í lok vinnudags. Eftir að hafa kynnst bókaverðinum, Þorvaldi, var mér stundum boðið í kaffi og ég fékk jafnvel að gramsa í gömlum bókum sem ekki voru skráðar. Eitt af því sem vakti sérstaka athygli mína var stór og mikill bókahaugur, þessar bækur voru öðru vísi en aðrar bækur á safninu. Þær voru í fallegu bandi og prentunin líka ólík. Þegar ég spurði Þorvald út í þetta, benti hann mér á að skoða hvar þær væru prentaðar. Þá kom í ljós að bækurnar voru allar prentaðar í Winnipeg.

Í framhaldi af athugun minni, spurði ég Þorvald, hvernig stæði á því að þessar bækur væru komnar til hans. Hann svaraði einfaldlega. ,,Það var enginn eftir til að lesa þær". Þessar bækur voru sem sagt gjöf að vestan frá elliheimilinu á Gimli.

Oft síðan hefur mér orðið hugsað til bókahaugsins frá Gimli. Skyldi einhvern tíma fara eins með bækurnar sem eru á okkar söfnum núna?k 

 

 


Bloggfærslur 2. september 2014

Um bloggið

Bergþóra Gísladóttir

Höfundur

Bergþóra Gísladóttir
Bergþóra Gísladóttir
Ekki bráðung og hef komið víða við því ég er frekar dýr en planta.
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • C9EB8261-F520-405B-9694-8235B40EF253
  • 290974CD-97E2-455E-9941-73B0F9997E6B
  • 800D7FD8-F6ED-4EB2-B141-653DA0360FE6
  • EA321379-6F18-48B5-A676-355C7607B59A
  • 0741CFBA-0D8F-4AA6-8F32-6676B4769C1E

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.4.): 6
  • Sl. sólarhring: 15
  • Sl. viku: 61
  • Frá upphafi: 187109

Annað

  • Innlit í dag: 6
  • Innlit sl. viku: 59
  • Gestir í dag: 6
  • IP-tölur í dag: 6

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband