Hér er fækkað hófaljóni: Minningagrein um hest

Ég er ein af þeim sem hef aldrei verið fullkomlega sátt við frasann, að maður eigi ekki að bindast hlutum. Að hluta til er þetta til komið vegna þess að mér fellur vel við að hafa gamalt dót í kringum mig, því fylgja hlýjar  minningar og að hluta til ber ég umhyggju fyrir því að nýta, í stað þess að sóa.

Þessi tilfinningasemi mín á þó alveg sérstaklega við um bíla. Ég hef alltaf hugsað um bíla eins og hesta. Þar sem ég var alin upp við hestöfl en ekki vélarkraft er mér eiginlegt að um leið og ég sest undir stýri á bíl, huga að eiginleikum hans út frá sömu forsendum og maður gerði í gamla daga og læt eðli bílsins ráða aksturslaginu. Þetta hefur gefist vel og ég er búin að eiga bæði jálka og gæðinga. En lokins er ég komin að efninu.

Í dag kvaddi ég einn af mínum bestu bílum, hann var ekki bara traustur og vakur, hann var sannur gæðingur. Ég hafði ætlað mér að láta þetta verða minn síðasta bíl, hann hafði alla burði til þess, en þá varð óhapp og það var ekki mér að kenna. Sem betur fer urðu engin meiðsli á fólki.

Nú veit ég ekki hvort ljóðið um Vakra Skjóna eða Eldri Rauð á betur við, en ég er alveg viss um að Gamli Sorrý Gráni passar engan veginn því það var vel hugsað um þennan bíl og hann var alls ekkert gamall og lúinn. En mat tryggingafélagsins hljóðaði upp á að verð bílsins stæði ekki undir viðgerðarkostnaði og það tekur að sér að sjá um útförina. Án undirleiks.

En mikið á mín kynslóð gott sem ólst upp við að læra ljóð. Ég er búin að fara með kvæðið um Vakra Skjóna mér til hugarhægðar og ég ætla að láta vísuna um Eldri Rauð fylgja þessari minningagrein:

Einu sinni átti ég hest

ofurlítið skjóttan

það var sem mer þótti verst

þegar að Dauðinn sótt'ann 


Bloggfærslur 11. september 2014

Um bloggið

Bergþóra Gísladóttir

Höfundur

Bergþóra Gísladóttir
Bergþóra Gísladóttir
Ekki bráðung og hef komið víða við því ég er frekar dýr en planta.
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • C9EB8261-F520-405B-9694-8235B40EF253
  • 290974CD-97E2-455E-9941-73B0F9997E6B
  • 800D7FD8-F6ED-4EB2-B141-653DA0360FE6
  • EA321379-6F18-48B5-A676-355C7607B59A
  • 0741CFBA-0D8F-4AA6-8F32-6676B4769C1E

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.4.): 11
  • Sl. sólarhring: 17
  • Sl. viku: 75
  • Frá upphafi: 187189

Annað

  • Innlit í dag: 10
  • Innlit sl. viku: 61
  • Gestir í dag: 10
  • IP-tölur í dag: 9

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband