Brunnar

Þar sem ég ólst upp á Austurlandi var vatnið yfirleitt sótt í bæjarlækinn, þar af nafnið. Mér fundust brunnar vera fjarlægt og framandi fyrirbæri, sem ætti fyrst og fremst heima í bókmenntum. Á Kleifarstekk þar sem við dvöldum, nokkur sumur, við heyskap, var þó hlaðinn brunnur. Vatnið úr honum var svalt og gott. Það var silungur í vatninu til að hreinsa vatnið. Var sagt.

Á skokkleiðinni minni vestur Sæbraut er myndarlegur brunnur. Hann er á óskastað fyrir mig, niður við Snorrabrautar en þá er ég nokkurn veginn búin að hlaupa 5 km. Í fyrra drakk ég alltaf af þessum brunni. Í sumar hefur þessi brunnur verið þurr, það hafa verið mér vonbrigði en líklega stafar það af því það var verið að vinna í gangstígum. Því er fyrir nokkru lokið og enn er ekki dropi af vatni.

Í dag, þegar ég hljóp þessa leið hugsaði ég um brunna og hvernig þeim er líst í Biblíunni en þeir koma þar oft við sögu. Konur hittust við brunninn. Ég hugsaði um ástandið í Palestínu og hvernig það er búið að taka vatnið frá fólkinu. Fyrst smátt og smátt og nú er búið að eyðileggja nær alla þjónustu, líka aðgang að vatni. Mér finnst ég vera ófær um að skilja hvernig því líður. Syrgjandi, hrædd, örvæntingarfull og þyrst. Nei, það getur engið skilið hvernig þeim líður, kannski sem betur fer. 

Einn þurr brunnur við Sæbraut veður eitthvað svo lítilfjörlegur.

 


Bloggfærslur 6. ágúst 2014

Um bloggið

Bergþóra Gísladóttir

Höfundur

Bergþóra Gísladóttir
Bergþóra Gísladóttir
Ekki bráðung og hef komið víða við því ég er frekar dýr en planta.
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • C9EB8261-F520-405B-9694-8235B40EF253
  • 290974CD-97E2-455E-9941-73B0F9997E6B
  • 800D7FD8-F6ED-4EB2-B141-653DA0360FE6
  • EA321379-6F18-48B5-A676-355C7607B59A
  • 0741CFBA-0D8F-4AA6-8F32-6676B4769C1E

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 58
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 56
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband