Með gullband um sig miðja: One size

Margir að velta því fyrir sér, hvað taki við þegar þeir hætta að vinna. Það gerði ég a.m.k. en ekki óraði mig fyrir því að skipulagning á tíma minum myndi snúast um íþróttir. En þannig hefur það verið síðan ég fór að hlaupa reglulega upp úr sjötugu. 

Nú er hálfmaraþomið framundan, þetta er erfiðasta vika undirbúningsins og erfiðasti dagur vikunnar er í dag,  15 -21 km. 

Ég ligg enn upp í sófa og ,,nýt þess" að kvíða fyrir. Ég hef passlegan húmor fyrir sjálfri mér, sé alveg hvað þetta er vitlaust og veit vel að ég þarf ekki að gera þetta. Um leið veit ég að mér finnst það skemmtilegt um leið og ég er búin að hafa mig af stað.

 Í gær keypti ég mér gjörð með litlum flöskum fyrir vatn. Ég hef ekki reynt það áður og veit ekki hvort mér fellur það. Ég fékk útbúnaðinn á útsölu en fannst beltið eða gjörðin fulllosaraleg og hafði orð á því. Þetta er ,,one size" sagði stúlkan. Án gæsalappa. Ég velti því fyrir mér hvort hún væri í vandræðum með að finna íslensku orðin fyrir þetta eða hvort hún héldi að ég skildi þetta betur þannig. Það var einungis svartar gjarðir í boði, ég hefði alveg getað hugsað mér gilta. 

Þessi pistill er bara skrifaður til að draga á langinn að standa upp úr sófanum. En mikið er nú gott að hafa dottið í hug að fara skokka aftur

 

 


Bloggfærslur 2. ágúst 2014

Um bloggið

Bergþóra Gísladóttir

Höfundur

Bergþóra Gísladóttir
Bergþóra Gísladóttir
Ekki bráðung og hef komið víða við því ég er frekar dýr en planta.
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • C9EB8261-F520-405B-9694-8235B40EF253
  • 290974CD-97E2-455E-9941-73B0F9997E6B
  • 800D7FD8-F6ED-4EB2-B141-653DA0360FE6
  • EA321379-6F18-48B5-A676-355C7607B59A
  • 0741CFBA-0D8F-4AA6-8F32-6676B4769C1E

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.4.): 2
  • Sl. sólarhring: 19
  • Sl. viku: 66
  • Frá upphafi: 187180

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 52
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband