Af bænahaldi

Nú er svo komið að það eru einungis elstu Breiðdælingar sem muna eftir Rósu á Hrauni. (Hún hét fullu nafni Sigurrós Ingibjörg Gísladóttir, fædd 1876 og hún vildi hafa nafn bæjarins sín í fleirtölu, Hraunum) Hún hafði með hjálp góðra manna orðið sér úti um jarðarskika og reist sér bæ. Hún var orðin leið á að vera vinnukona og langaði að búa að sínu. Þetta var torfbær með túnbletti í kring og afar fallegum garði. 

Einhvern tíma þegar ég átti leið um Dísarstaðahjallann (gönguleið milli Norðurdals og Suðurdals), ég hef eflaust verið á leið til Kristínar frænku minnar á Hóli.  Ég ákvað ég að koma við hjá Rósu. Vissi að henni fannst gaman að fá gesti og fór reyndar líka sjálf á bæjarráp ef svo bar undir. Ég bankaði, beið, og bankaði. Af einhverjum ummerkum sem ég man ekki lengur hver voru, kom hún ekki til dyra. Þegar ég var í þann veginn að snúa fáa, birtist allt í einu höfuð í baðstofuglugganum, mér fannst eins og hún væri gröm en hún bauð mér inn. 

 Ég var bara unglingur og vissi ekki alveg hvernig ég ætti að taka á þessu. Vildi hún ekki fá mig í heimsókn eða hafði hún einfaldlega lagt sig. Svo ég spurði hana af hverju hún hefði ekki opnað. ,,ég var að lesa sagði hún". Eitthvað fannst mér það ótrúlegt, sá ekki að hún væri með gleraugu og ekki heldur nokkra bók. Ég spurði því áfram hvað hún hefði verið að lesa (frekjan í krakkanum, mér). ,,Ég var að lesa húslesturinn" svaraði hún. Svo drukkum við kaffi saman.

Þegar ég ræddi þetta seinna við föður minn sagði hann mér að hún hefði sjálfsagt vilja halda áfram hefð frá því sem hún þekkti þar sem hún var í vist og líklega kynni hún það utanbókar sem oftast var farið með.  

Ekki vissi ég til að hún væri sérstaklega guðrækin, maður veit svo lítið um fólk. Mér fannst það merkilegt að hún skyldi vilja lesa húslestur ein yfir sjálfri sér. Rósa átti ekki útvarp og líklega hefði hún hlustað á sunnudagsmessuna. Ekki man ég eftir bænahaldi í útvarpi á þessum tíma, kannski hefur það verið en ég leit svo á að fólk væri yfirleitt sjálfbjarga um slíkt enda kunnu flestir einhverjar bænir.  

 Ég fór að velta þessu fyrir mér vegna umræðna um útvarpsmessur, andakt og bænahald. Mætti ekki bæta húslestrum við?


Bloggfærslur 18. ágúst 2014

Um bloggið

Bergþóra Gísladóttir

Höfundur

Bergþóra Gísladóttir
Bergþóra Gísladóttir
Ekki bráðung og hef komið víða við því ég er frekar dýr en planta.
Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Nýjustu myndir

  • C9EB8261-F520-405B-9694-8235B40EF253
  • 290974CD-97E2-455E-9941-73B0F9997E6B
  • 800D7FD8-F6ED-4EB2-B141-653DA0360FE6
  • EA321379-6F18-48B5-A676-355C7607B59A
  • 0741CFBA-0D8F-4AA6-8F32-6676B4769C1E

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.3.): 13
  • Sl. sólarhring: 13
  • Sl. viku: 66
  • Frá upphafi: 186943

Annað

  • Innlit í dag: 10
  • Innlit sl. viku: 55
  • Gestir í dag: 10
  • IP-tölur í dag: 8

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband