Harpan færist nær

 Harpan færist nær, ekki á fleygiferð, en samt. Það er hún sem er þung en ekki ég, hugsa ég. Ég er að skokka eina af uppáhalds leiðunum mínum. Álfheimar - Langholtsvegur - Sæbraut að Hörpu og heim. Ég hef lært að hugsa jákvætt þegar ég skokka, þannig verður allt léttara.

í dag var næst síðasta skipulagða æfingin mín fyrir hálfmaraþonið samkvæmt hlaupahandbókinni minni eftir Gunnar Pál Jóakimsson. Veðrið var ákjósanlegt. Mikið væri nú gaman að fá svona veður 23. ágúst. 

Ég skrifa þetta blogg fyrst og fremst til að minna á að ég ætla að hlaupa til styrktar hjálparstarfs Palestínu. Mig langar að biðja sem flesta að ,,veðja" á mig.

Hlaupið er líka áskorun fyrir mig. Ég er orðin sjötíu og tveggja (72) ára gömul en ég veit að ég mun klára þetta.

http://www.hlaupastyrkur.is/ 


Bloggfærslur 14. ágúst 2014

Um bloggið

Bergþóra Gísladóttir

Höfundur

Bergþóra Gísladóttir
Bergþóra Gísladóttir
Ekki bráðung og hef komið víða við því ég er frekar dýr en planta.
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • C9EB8261-F520-405B-9694-8235B40EF253
  • 290974CD-97E2-455E-9941-73B0F9997E6B
  • 800D7FD8-F6ED-4EB2-B141-653DA0360FE6
  • EA321379-6F18-48B5-A676-355C7607B59A
  • 0741CFBA-0D8F-4AA6-8F32-6676B4769C1E

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 58
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 56
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband