Hvað er verið að gera við kjötið og mjólkina?

Uppalin í sveit, í gamla daga, hugsa ég stundum þegar ég borða landbúnaðarafurð, hvað er eiginlega búið að gera við kjötið eða mjólkina. Ég þekki þá tíð, þegar allar þessar vörur voru unnar frá grunni á heimilunum og það var allt annað bragð. Það er oft talað illa um gamlar matarhefðir, stundum af vanþekkingu og stundum með réttu. Það hafa orðið miklar tæknilegar framfarir sem auðvelda geymslu á mat svo matargerð ætti að hafa fleygt fram. En oftast skilar það sér ekki í betra bragði. Ég veit ekki hversu oft og mikið ég hef hlustað á umræður um að ,,unnar matvörur" séu ekki hollar. Mér finnst þetta vera tugga, spurningin er hverju er blandað saman við.

Ég held að þarna hljóti að vera við milliliðina, afurðastöðvarnar eða hvað það nú heitir, að sakast. Það er ekki verið að meðhöndla vöruna rétt. Um daginn frétti ég af því að það væri hægt að kaupa óhrært skyr beint frá býli fyrir austan fjall og þvílíkur munur. Ég er löngu hætt að kaupa ,,unnar kjötvöru" reyndar unnar fiskvörur líka. Ef mig vantar álegg á brauð fer ég í pólsku búðina á Laugateig. 

 En þetta vandamál snýst ekki um mig og minn smekk eða matvendni. Það snýst um íslenskan landbúnað. Og eins og ég sagði í upphafi, er ég bóndadóttir og ég veit að ef eitthvað er þá á íslensk landbúnarvara að vera að minnsta kosti að  jafn góð og fyrrum. Og nú þegar um er rætt að breyta tollaumhverfi sem snúa að landbúnaði, ætti fyrsta krafan frá þeim sem vilja íslenskum landbúnaði vel að krefjast þess að ,,milliliðirnir" skili betri vöru.

Ég held að það þurfi einfaldlega að vanda sig. 

 

 


Bloggfærslur 24. júlí 2014

Um bloggið

Bergþóra Gísladóttir

Höfundur

Bergþóra Gísladóttir
Bergþóra Gísladóttir
Ekki bráðung og hef komið víða við því ég er frekar dýr en planta.
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • C9EB8261-F520-405B-9694-8235B40EF253
  • 290974CD-97E2-455E-9941-73B0F9997E6B
  • 800D7FD8-F6ED-4EB2-B141-653DA0360FE6
  • EA321379-6F18-48B5-A676-355C7607B59A
  • 0741CFBA-0D8F-4AA6-8F32-6676B4769C1E

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.4.): 14
  • Sl. sólarhring: 14
  • Sl. viku: 78
  • Frá upphafi: 187192

Annað

  • Innlit í dag: 13
  • Innlit sl. viku: 64
  • Gestir í dag: 13
  • IP-tölur í dag: 12

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband