Hrossakjöt í matinn

Við, ég og maðurinn minn, höfum nú verið gift í 37 ár. Mér fannst ástæða til að halda upp á þetta, svona af því að ég mundi eftir því. Hvernig á fólk sem hefur verið gift i 37 ár að gera sér dagamun? Málið hafnaði á mínu borði. Eftir að hafa velt fyrir mér ýmsum möguleikum, ákvað ég að matreiða hrossakjöt. Ég trúi því nefnilega sjálf að þannig hafi ég unnið hug hans a sínum tíma. Pönnusteikt hrossakjöt með sveppum og rjómasósu, það gerði lukku. Þetta passaði mínum efnahag.

i dag keypti ég að vísu folaldakjöt og matreiddi það sem róstbíf, framúrskarandi. Meðlætið var það sem á sænsku gengur undir nafninu slottspotatis. 

Drengurinn sem afgreiddi mig í Nóatúni í dag hélt reyndar að trippakjöt væri af eldri dýrum en hrossakjöt og þakkaði mér fyrir fræðsluna um, folald, trippi, hross. Ég held að hann hafi meinað það í alvöru. 

Þetta var sem sagt fullkomin máltíð, en er ástæða til að halda upp á afmæli sem enda á 7 ?

Það var Hjördís Hákonardóttir sem gaf okkur saman (ég spurði hvort ekki væri hægt að fá konu). Það gekk vel og á eftir fórum við í bíó, Pasólíni. Við vorum hvort sem er búin að fá barnapössun. 


Bloggfærslur 15. júlí 2014

Um bloggið

Bergþóra Gísladóttir

Höfundur

Bergþóra Gísladóttir
Bergþóra Gísladóttir
Ekki bráðung og hef komið víða við því ég er frekar dýr en planta.
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • C9EB8261-F520-405B-9694-8235B40EF253
  • 290974CD-97E2-455E-9941-73B0F9997E6B
  • 800D7FD8-F6ED-4EB2-B141-653DA0360FE6
  • EA321379-6F18-48B5-A676-355C7607B59A
  • 0741CFBA-0D8F-4AA6-8F32-6676B4769C1E

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.4.): 14
  • Sl. sólarhring: 14
  • Sl. viku: 78
  • Frá upphafi: 187192

Annað

  • Innlit í dag: 13
  • Innlit sl. viku: 64
  • Gestir í dag: 13
  • IP-tölur í dag: 12

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband