Fullkomið veður til að skokka

I dag var fullkomið veður til að skokka, logn og 15 stiga hiti. Ég hugsaði um þetta meðan ég hljóp og hugsaði um hvað það er oft búið að vera gott skokkveður í sumar. Ekki verri mælikvarði á veður en hvað annað.  Ég hleyp fjórum fimm sinnum i viku og hef, ekki svo ég muni, lent i slæmu veðri þetta sumarið. Ég hleyp ein. Ekki með neitt i eyrunum og ekki með tæki til að mæla vegalengdina (ég mæli hana netinu þegar heim er komið) og ekki með púlsmæli. Ég hleyp fyrst og fremst sjálfri mér til ánægju og svo trúi ég því að það sé gott fyrir heilsuna. Ég er reyndar búin að skrá mig í hálfmaraþon en það er til gamans gert. 

Það sem gerir skokk skemmtilegt er að það er svo góð aðferð til að skoða umhverfið. Á hef skokkað á ferðalögum erlendis, þannig gefst nýtt sjónarhorni sem gefst ekki öðru vísi.

 Í skokki mínu í dag ók lögreglubíl fram hjá. Það kveikti à hugsunum um skokk í glæpamyndum. Ég hef meiri ánægju af því að horfa á góðan eltingaleik en á kappakstur. Ég horfi gjarnan á skóna. Yfirleitt eru löggurnar illa skóaðar með tilliti til hlaupa, "glæpamennirnir" eru betur búnir til fótanna. Allt i einu fór ég að hugsa um sérstakan saksóknara og íslenska "glæpamenn", svona reikar hugurinn þegar maður skokkar. Hann, sérstakur, myndi ekki ná mörgum á skokkinu, honum hentar betur að vinna að rannsóknum. 

Já, skokk, er á við góða bók. Líklega er ekki hægt að lýsa því betur 

 


Bloggfærslur 13. júlí 2014

Um bloggið

Bergþóra Gísladóttir

Höfundur

Bergþóra Gísladóttir
Bergþóra Gísladóttir
Ekki bráðung og hef komið víða við því ég er frekar dýr en planta.
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • C9EB8261-F520-405B-9694-8235B40EF253
  • 290974CD-97E2-455E-9941-73B0F9997E6B
  • 800D7FD8-F6ED-4EB2-B141-653DA0360FE6
  • EA321379-6F18-48B5-A676-355C7607B59A
  • 0741CFBA-0D8F-4AA6-8F32-6676B4769C1E

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 2
  • Sl. sólarhring: 12
  • Sl. viku: 63
  • Frá upphafi: 187116

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 60
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband