Ævisögur

Það er eitthvað með mig og ævisögur, að minnsta kosti með mig og sjálfsævisögur. Einhverra hluta vegna tortryggi ég þær og tvístíg lengi áður en ég læt verða af því að lesa þær. Þetta var þó á ómeðvituðu plani þangað til fyrir u.þ.b þrem vikum. Það gerðist með þeim hætti að það var ekki lengur hægt að tala við systur mína til að fá fréttir af búskapnum, hún var svo upptekin af Nexö. 

Nexö hafði ég reyndar lesið en man nú einungis eftir því þegar hann lá veikur. Hann var með berkla og óttaðist að hóstinn gerði honum einungis skaða og ákvað því að hætta að hósta. Og það gekk eftir. Þetta (að stöðva hósta með viljaaflinu) en ekki tekist. Eftir samtalið við systur mína ákvað ég að taka mér tak.

 Fyrst leit ég yfir bókahilluna og reyndi að átta mig á hvaða góðar ævisögur ég ætti og hefði lesið. Ég ákvað að halda mig við íslenskar. Fyrsta bókin sem ég staðnæmdist við var bók Stefáns Jónsson, Að breyta fjalli. Því næst, Úr barndómi, eftir Jakobínu. Þessar bækur heilluðu mig og ég hef lesið þær oft. Og svo röðuðust þær upp ævisögurnar. Og til viðbótar bækur sem ég hef ekki lesið af eða lesið til hálfs, því það kom aldrei rétti tíminn. Í þessum flokki var bók Guðbergs, Faðir, móðir og dulmögn bernskunnar og bók Tryggva Emilssonar, Fátækt fólk sem ég byrjaði á en leiddist.

Ég ákvað sem sagt að taka mér tak og bætti fékk lánaðar bækur Þráins Bertelssonar, Einhvers konar ég og  Ég ef mig skyldi kalla. 

Nú hef ég lokið þessum tveim ólíku bókum og tekst á við Fátækt fólk.

Ég veit nú hvað það er með mig og ævisögur. Þær ganga nærri mér. En það er oft eðli góðra bóka.  


Bloggfærslur 20. apríl 2014

Um bloggið

Bergþóra Gísladóttir

Höfundur

Bergþóra Gísladóttir
Bergþóra Gísladóttir
Ekki bráðung og hef komið víða við því ég er frekar dýr en planta.
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • C9EB8261-F520-405B-9694-8235B40EF253
  • 290974CD-97E2-455E-9941-73B0F9997E6B
  • 800D7FD8-F6ED-4EB2-B141-653DA0360FE6
  • EA321379-6F18-48B5-A676-355C7607B59A
  • 0741CFBA-0D8F-4AA6-8F32-6676B4769C1E

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.4.): 13
  • Sl. sólarhring: 17
  • Sl. viku: 77
  • Frá upphafi: 187191

Annað

  • Innlit í dag: 12
  • Innlit sl. viku: 63
  • Gestir í dag: 12
  • IP-tölur í dag: 11

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband