Er ekki múrinn allsstaðar?

Það var vel þegin framlenging á Berlínarferðinni að hlusta á viðtal Sigurlaugar Jónasdóttur við Ágúst Þór Árnason í Rúv í morgun. Ég hafði verið í Berlín í  viku og þar fór mikið fyrir umræðu um tíma Múrsins. 

Þegar spyrjandi Rúv spurði viðmælanda sinn "Er ekki Múrinn allstaðar", var ég næsta viss um að nú stæði til að draga lærdóm af þessari merkilegu reynslu. Leggja út af því hvnig múrar eru notaðir til að verja óréttlátt samfélag og og beita kúgun. Ég hélt að viðmælandi myndi grípa spurninguna á lofti og ræða um múrana í Ísrael.

Fyrsta fréttin sem ég heyrði þegar ég kom heim til Íslands var um, að Ísrel hefði ekki verið dæmt fyrir morð á 9 tyrkneskum aðgerðasinnum (einkennielegt orð) um borð í skipinu Mavi Marmara 2010 sem ætluðu færa fólkinu á Gaza nauðþurftir og rjúfa með því herkví Ísrelsmanna. Fatou Bensouda aðalsaksóknara stríðsglæpadómstólsins fannst þetta mál of smátt mál til að dæma í því. Ég velti því ósjálfrátt fyrir mér hvort sama hefði gilt ef aðgerðarsinnarnir hefðu verið t.d. Norðmenn eða Frakkar. 

Alþjóðasamfélagið sem svo oft er talað um hefur verið alveg ótrúlega þolinmótt þegar kemur að háttalagi (lesist, glæpum) Ísraeelsmanna. Annað var uppi á teningnum þegar kom að Múrnum í Berlín, enda hefur vöktun alþjóðasamfélagsins eflaust flýtt fyrir falli hans. Það er gott. Nú get ég ekkert sagt um hvort þessi niðurstaða saksóknarans sé eðlileg eður ei en ég fæ alltof oft á tilfinninguna að það sé ekki lögfræðin sem ráði niðurstöðum dóma heldur eitthvað allt annað

En aftur að viðtalinu um fall Múrsins sem fjallað var um í morgunútvarpinu. Viðtalið var í sjálfu sér gott, það var bara ég sem hleypti af stað væntingum um annað og öðruvísi viðtal. Líklega voru þessar væntingar tilkomnar vegna áhrifa frá Berlín og hugleiðingum sem hófust þar. Ég hugsaði stöðugt stöðugt, gætum við ekki lært eitthvað af þessu?

 

 

 


Bloggfærslur 7. nóvember 2014

Um bloggið

Bergþóra Gísladóttir

Höfundur

Bergþóra Gísladóttir
Bergþóra Gísladóttir
Ekki bráðung og hef komið víða við því ég er frekar dýr en planta.
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • C9EB8261-F520-405B-9694-8235B40EF253
  • 290974CD-97E2-455E-9941-73B0F9997E6B
  • 800D7FD8-F6ED-4EB2-B141-653DA0360FE6
  • EA321379-6F18-48B5-A676-355C7607B59A
  • 0741CFBA-0D8F-4AA6-8F32-6676B4769C1E

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.4.): 12
  • Sl. sólarhring: 18
  • Sl. viku: 76
  • Frá upphafi: 187190

Annað

  • Innlit í dag: 11
  • Innlit sl. viku: 62
  • Gestir í dag: 11
  • IP-tölur í dag: 10

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband