Stúlkan sem át brauðið mitt

Við hjónin brugðum okkur til Berlínar en við höfum ekki farið út fyrir landsteinana um nokkurt skeið.  Maðurinn minn hefur ekki verið ferðafær, beið eftir viðgerð á hné. Nú er hann stálsleginn (bókstaflega) og við höldum upp á það. 

Í gær skoðuðum við Berliner Dom og gengum upp marga stiga til að komst út á kirkjuþakið til að geta séð yfir þessa glæsilegu borg. Eftir að hafa gengið jafn margar tröppur niður fengum við okkur kaffi á torginu fyrir utan kirkjuna. 

Í Berlín, þessari ríku borg, er fátæktin miklu nær okkur en á Íslandi. Sólin skein. Mikið er af betlurum á þessu svæði og þeir fara ólíkar leiðir til að höfða til gjafmildis vegfarenda. Stúlka, sem gaf sig út fyrir að vera heyrnarlaus og kannski var hún það, hafði verið að snöltra í kringum mig. Kannski fann hún á sér að ég var fyrrverandi sérkennari. Ég var búin að gefa henni smápening, smánarpening, en nú kom hún allt í einu hrifsaði til sín það sem var eftir af vöfflunni á disknum mínum. Ég sá að hún var svöng. Ég hafði reyndar ætlað að leyfa þessu. Ég fann til með þessari stúlku. 

Nú er það ekki svo að mér finnist ég bera ábyrgð á óréttlæti heimsins en það kemur illa við mig að sjá það nakið og nærri mér. Heima á Íslandi er það fjarlægara þrátt fyrir að blaðamenn og þáttastjórnendur taki viðtöl við fólk sem lýsir reynslu sinni.

Á Íslandi hefur aldrei neinn fátæklingur borðað matinn af diskinum fyrir framan mig. Á íslandi borða þeir ríku af diskum fátæklinganna og við látum þá  komast upp með það. 


Bloggfærslur 3. nóvember 2014

Um bloggið

Bergþóra Gísladóttir

Höfundur

Bergþóra Gísladóttir
Bergþóra Gísladóttir
Ekki bráðung og hef komið víða við því ég er frekar dýr en planta.
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • C9EB8261-F520-405B-9694-8235B40EF253
  • 290974CD-97E2-455E-9941-73B0F9997E6B
  • 800D7FD8-F6ED-4EB2-B141-653DA0360FE6
  • EA321379-6F18-48B5-A676-355C7607B59A
  • 0741CFBA-0D8F-4AA6-8F32-6676B4769C1E

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.4.): 9
  • Sl. sólarhring: 17
  • Sl. viku: 73
  • Frá upphafi: 187187

Annað

  • Innlit í dag: 8
  • Innlit sl. viku: 59
  • Gestir í dag: 8
  • IP-tölur í dag: 7

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband