Árni Magnússon frá Geitastekk: Ferðasaga 1753 -1797

Maðurinn minn hafði stungið bók Árna Magnússonar frá Geitastekk niður í tösku hjá sér fyrir Berlínarferð okkar. Þetta varð lesning mín í Berlín þessa viku. Ég hafði aldrei heyrt á bókina minnst og varð forvitin. Ætlaði fyrst bara að sjá hvað hér væri ferðinni en varð furðu lostin. Þvílík ævintýrabók. 

Bókin kom út á Íslandi (Bókaútgáfa Heimdallar) 1945 en hafði áður komið út í Danmörku 1918, í þýðingu Páls Eggerts Ólasonar. En, takið nú eftir, sagan er skrifuð af Árna sjálfum þegar hann er kominn á áttræðisaldur en hann er fæddur 1726 ( að því talið er). Þetta er ekki æfisaga og margt er óljóst um þennan mann.  Björn K. Þórólfsson skrifar formála að bókinni og setur m.a. fram n.k. tímatal út frá heimildum sem hann hefur aflað sér.

Þetta er sem sagt ferðasaga, sem virðist mestmegnis vera skráð eftir minni. Og þetta var nú ekki neitt smáferðalag. 

Ungur bóndi og tveggja barna faðir tekur sig upp frá bústörfum og siglir til Kapmannahafnar (með viðkomu í Noregi). Eftir að hafa, eftir því sem mér skildist verið í byggingarvinnu í Danmörku fer hann til þriggja ára dvalar á Grænlandi. Hann segir frá ferðum til fjarlægra landa og lýsir bæði hverdagslegum og ævintýralegum hlutum. Hann segir frá vinnu sinni og hernaði og rekur jafnvel í smáatriðum hvernig norsk húsmóðir eldar mjólkurgraut. Það merkilega við þessa bók er, að ég lesandinn þekki ekki þennan mann og veit ekki hvað honum gekk til að fara í þetta ferðalag. Ég vonast til að þetta skýrist við lesturinn og les áfram í gegnum þennan undarlega, oft illskiljanlega texta. Og svo hættir textinn allt í einu þar sem hann er að ségja frá brúðkaupi. 

En mér tókst ekki að finna út af hverju Árni lagði í þetta ferðalag, þó er hann opinskár um sjálfan sig. Hann ræðir reyndar hvað eftir annað um að hann búi yfir sorg og að  viðkvæmnis- og samviskumál íþyngi huga hans en hann vill það engum segja. Nú magnast forvitnin enn. Björn Karel segir í formála að hann hafi skömmu fyrir för eignast hórbarn en hann veit ekki hvort kona Árna er lífs eða liðin. Litla stúlkan, hórbarnið, lifði skammt og yngra barni sínu kemur hann fyrir hjá skyldfólki. Ef ég væri glæpasöguhöfundur myndi ég leita að glæp í þessari sögu. 

Gamli maðurinn sem skráði söguna fyrir fólkið sitt vestur í Dölum hafði frá mörgu að segja og hann vissi það tæpast sjálfur hversu merkileg ævintýri hans voru. 

Það voru trúlega ekki margir Íslendingarnir sem höfðu bæði verið mynstraðir i her Danakonungs og her Katrínar miklu. Og líklega hafði enginn Íslendingur áður farið til Kína. 

Formálahöfundur er líka að reyna að ráða í ástæður þessa flækings á manninum og getur sér þess til að hann hafi verið í leit að hamingu eða í leit að sjálfum sér. Björn segir jafnframt að hann hafi aldrei verið nær þessum markmiðum en þegar hann var barnakennari á Jótlandi í 17 ár. 

Já þessi bók er spennandi ráðgáta. Af hverju hafði enginn sagt mér frá henni? 

 


Bloggfærslur 10. nóvember 2014

Um bloggið

Bergþóra Gísladóttir

Höfundur

Bergþóra Gísladóttir
Bergþóra Gísladóttir
Ekki bráðung og hef komið víða við því ég er frekar dýr en planta.
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • C9EB8261-F520-405B-9694-8235B40EF253
  • 290974CD-97E2-455E-9941-73B0F9997E6B
  • 800D7FD8-F6ED-4EB2-B141-653DA0360FE6
  • EA321379-6F18-48B5-A676-355C7607B59A
  • 0741CFBA-0D8F-4AA6-8F32-6676B4769C1E

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 4
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 65
  • Frá upphafi: 187118

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 62
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband